Andvari - 01.01.1929, Side 7
Andvari
Hallgrímur Kristinsson
forstjóri.
Hallgrímur Kristinsson var fæddur 6.1) júlí 1876 að
Oxnafellskoti í Saurbæjarhreppi í Eyjafjarðarsýslu. Hann
átti kyn sitt að rekja til bændaætta um vestra hluta
Suður-Þingeyjarsýslu og Eyjafjörð innanverðan. Voru
forfeður Hallgríms á 18. og 19. öld meðal fremri bænda,
taldir búmenn góðir, hagsýnir, friðsamir, og vel menntir
í byggðarlögum sínum, en eigi þjóðkunnir. — Hafa
ýmsir niðjar borið ættinni vitni um það, hvað í hana
var spunnið.
Foreldrar Hallgríms voru þau Kristinn bóndi Ketils-
son í Oxnafellskoti og kona hans Salóme Hólmfríður
Pálsdóttir. Kristinn var sonur Ketils bónda í Miklagarði
í Eyjafirði, Sigurðssonar á Birningsstöðum í Ljósavatns-
skarði, Ketilssonar á Sigurðarstöðum í Bárðardal, er
fæddur var 1757, Tómassonar bónda á Birningsstöðum,
Bjarnasonar bónda í Krókum, Þorlákssonar bónda á
Stokkahlöðum í Eyjafirði, Sigurðssonar bónda á Stokka-
hlöðum, Þorlákssonar bónda á sama stað, Sigurðssonar
bónda í Kaupangi, er þar bjó um 1600.
Kona Ketils í Miklagarði, en föðurmóðir Hallgríms,
1) Samkvaemt sálnaregistri Möðruvallasóknar er Hallgrímur tal-
inn fæddur 7. júlí 1876. En nánustu ættmenn hans — þar á meðal
móðir hans — telja hann fæddan fyrsta fimmtudag í júlímánuði það
ár. Og þann fimmtudag bar upp á 6. dag mánaðarins. J. Þ.