Andvari - 01.01.1929, Qupperneq 8
4
Hallgrímur Kristinsson
Andvari
var Sigríður ]akobsdóitir frá Litla-Eyrarlandi í Eyjafirði,
Þorvaldssonar, er ættingi var Alberts Thorvaldsens mynd-
höggvara. — Kona Sigurðar á Birningsstöðum, en móðir
Ketils, afa Hallgríms, var Ingibjörg eldri Davíðsdóttir
frá Stóruvöllum í Bárðardal, Indriðasonar bónda á Fljóts-
bakka, Magnússonar. — Alsystir hennar, Ingibjörg yngri,
var kona Jakobs Þorvaldssonar, en móðir Sigríðar, konu
Ketils. Voru þau hjón systrabörn.
Kona Ketils á Sigurðarstöðum, en móðir Sigurðar á
Birningsstöðum, var Halldóra Sigurðardóttir, lögréttu-
manns að Varðgjá, Tómassonar. — Kona Sigurðar lög-
réttumanns, en móðir Halldóru, var Sigríður Þorláks-
dóttir á Grýtubakka, Benediktssonar klausturhaldara,
er hernuminn var af Tyrkjum, Pálssonar sýslumanns,
Guðbrandssonar Hólabyskups (d. 1627), Þorlákssonar
prestsá Staðarbakka, Hallgrímssonar, barna-Sveinbjarnar-
sonar í Múla, Þórðarsonar.
Kona Davíðs á Stóruvöllum, en móðir þeirra systra
Ingibjarga hvorrartveggja, var Herdís, dóttir Ásmundar
í Nesi í Höfðahverfi, Gíslasonar á Gautsstöðum á Sval-
barðsströnd. — Bróðir Herdísar var Gísli ættfræðingur
í Nesi, faðir Ásmundar, föður Einars alþm. í Nesi
(d. 1893). — Kona Ásmundar eldra í Nesi var Ingi-
björg Þórðardóttir, bónda í Vík á Flateyjardal, Þorkels-
sonar prests, Þórðarsonar, er dáinn var 1693 og kom-
inn var að langfeðgatali af merkum sýslumönnum og lög-
mönnum í Þingeyjar- og Vaðlaþingum. — Kona Þorkels
prests á Þönglabakka og móðir Þórðar í Vík var Björg,
dóttir Árna hins gamla í Haga í Aðaldal í Þingeyjar-
sýslu, Björnssonar bónda á Laxamýri, Magnússonar
bónda í Stóradal, af ætt Lopts ríka (Skarðverjaætt). —
Bróðir Bjargar, en sonur Árna í Haga, var ]ón bóndi
í Keldunesi, faðir Oddnýjar, móður Skúla landfógeta. —