Andvari - 01.01.1929, Page 11
Andvari
Hallgrímur Kristinsson
7
í Eyjafirði, systur Pálma Pálssonar kennara í Reykja-
vík. Meðal barna þeirra, er upp komust og nafnkunn
urðu, eru Davíð hreppstjóri á Kroppi, Páll kennari í
Einarsnesi, dáinn 1925, og María húsfreyja í Reykhús-
um. — Jón Davíðsson var mjög nafnkunnur maður í
Eyjafirði og orðlagður fyrir gáfur, áhuga, fjör og líkams-
hreysti. Vakti hann mikla eftirtekt, er hann tók þátt í
fundi framsóknarflokksins á ÞingvöIIum vorið 1919, þá
á níræðisaldri. Flutti hann þar ræðu af þvílíkum áhuga
og bjartsýni, að til jafns þótti ganga þeim, er þar töl-
uðu af mestum eldmóði og æskuþrótti. — Jón Davíðsson
var ern og hélt fullum áhuga og sálarþrótti allt til
dauðadags. Hann andaðist 8. maí 1923, 86 ára gamall.
Vorið 1902 réðst Hallgrímur Kristinsson að nýju til
Jóns Davíðssonar í Reykhús. Kvæntist hann þá um
sumarið og gekk að eiga Maríu, dóttur Jóns. Höfðu
þau Hallgrímur verið samtíða í Hvassafelli, eins og fyrr
var greint. — Börn þeirra hjóna eru: Jón, er fyrir búi
stendur með móður sinni heima í Reykhúsum, Kristinn,
féhirðir hjá sambandi íslenzkra samvinnufélaga, Sigríður
heima í Reykhúsum og Páll, námsveinn í lærdómsdeild
Akureyrarskóla.
Ári síðar en Hallgrímur kvongaðist tóku þau hjón við
búi í Reykhúsum. Lét Hallgrímur þegar mikið að sér
kveða um búsforráðin og gerðist stórvirkur umbótamaður
á jörð sinni þrátt fyrir það, að hann hafði aðalstörfum
að gegna utan heimilis síns, eins og síðar verður greint.
Húsaði hann bæ sinn allan að nýju, græddi út tún og
sléttaði, gerði stóran matjurtagarð við Reykhúsalaug,
reisti baðstofu við laugina o. fl.
Vorið 1902, í sama mund sem Hallgrímur Kristinsson
staðfesti ráð sitt, gerðist og annar atburður, sem réð í
meginefnum um örlög hans og líf. — í Eyjafirði hafði