Andvari - 01.01.1929, Qupperneq 12
8
Hallgrímur Kristinsson
Andvari
frá því árið 1886 starfað pöntunarfélag. Hafði því vegnað
misjafnlega og hnignað mjög hin síðari ár, eftir að Eng-
lendingar lögðu með lögum 1896 hömlur á innflutning
lifandi kvikfjár til Bretlands. Var starfsemi félagsins
mjög þorrin, þegar hér var komið sögu. — Vorið 1902
skyldi kosinn framkvæmdastjóri fyrir félagið. Skyldi hann,
samkvæmt félagslögum kjörinn með atkvæðum meira
hluta félagsmanna á almennum fundi innan félagsins.
Gaf Hallgrímur Kristinsson kost á sér til forstöðunnar
og var kosinn. — Hefst með því stórmerkt og umfangs-
mikið ævistarf Hallgríms, er nánara verður á vikið síðar.
Jafnframt forstöðu pöntunarfélagsins, sem var lílils
háttar starf fyrst í stað, gerðist Hallgrímur skrifari hjá
Páli Briem amtmanni á Akureyri. Stundaði hann og bú
sitt eftir sem áður og hafði þar fyrir ráðsmann. — Páll
amtmaður var mikill áhugamaður um framfarir lands og
þjóðar. Einkum var honum hugleikið að hvetja og styðja
unga menn og efnilega til utanfara og náms í þeim
greinum, er hugir þeirra stóðu til og hæfileikar, í þeim
vændum, að þeir gerðust, heim komnir, forgöngumenn í
ýmsum greinum framfara og umbóta í landinu. Hvatti
Páll amtmaður Hallgrím til utanfarar, til þess að kynna
sér samvinnufélög annara þjóða. Varð það úr, að Hall-
grímur fór utan árið 1905, til Danmerkur. Voru Danir
þá og eru enn meðal fremstu samvinnuþjóða. Og er
Hallgrímur kom heim úr þeirri för, tók hann þegar að
vinna að endurreisn kaupfélags Eyfirðinga og breytingu
á skipulagi þess og starfsháttum. Hvarf hann brátt
algerlega að þeim málum, en hélt þó búi sínu í Reyk-
húsum, meðan hann hafði aðsetur norðan lands.
Eftir að kaupfélögum landsins óx megin og þau gerðu
með sér samband, færðist smám saman út starfssvið
Hallgríms Kristinssonar. Gerðist hann fulltrúi félaganna