Andvari - 01.01.1929, Side 14
10
Hallgrimur Kristinsson
Andvari
daga. Til skilningsglöggvunar um verkefni það, er hon-
um barsf í hendur og um afrek hans, ber nauðsyn til
að líta á verzlunarástæðurnar í landinu við upphaf þeirra
mála og þróun viðleitninnar, að fá hrundið ofurvaldi
erlendra kaupmanna.
Verzlunarsaga íslands frá miðbiki síðustu aldar, er
einokunarverzlun Dana var að fullu brotin á bak aftur,
og fram um síðustu aldamót mun aldrei hafa verið
rannsökuð á samfelldan hátt. Er þó það tímabil eitt hið
merkasta. Árið 1854 var einokuninni að vísu hrundið að
Iögum og að formi til. Eigi að síður var þá óleyst það
stórfellda verkefni, að reisa landið úr rústum í verzlunar-
efnum og draga verzlunina undir umráð og í hendur
landsmönnum sjálfum.
f 6ama mund sem öld einokunarinnar gekk af landinu,
rann ný öld, sem um verzlunarhagi var í raun réttri
óbreytt frá því, sem verið hafði. Lögvernduð sérréttindi
danskra þegna, að reka verzlun á íslandi, höfðu grund-
vallað hér ríki selsföðukaupmennskunnar. Markmið verzl-
unarinnar og viðskiptahættir urðu óbreyttir. Eigendurnir
voru langflestir erlendir menn og áttu margir hverjir
búsetu í Kaupmannahöfn. Lögðu þeir, eins og verið
hafði, megináherzlu á það, að auðgast sem fyrst og sem
mest og njóta arðsemi verzlunarinnar í fjarlægu landi.
— Á þessu gat engin breyting orðið, nema upp risi ný
kynslóð, með viðreisn landsins að stefnumiði, sem jafn-
framt bæri gæfu til þess að fá hrundið af þjóðinni oki
erlendrar verzlunaráþjánar.
Óvíða mun fást gleggri útsýn um verzlunarhagina á
þessu tímabili, en í ritgerð Jóns Sigurðssonar forseta:
„Um verzlun og verzlunarsamtöker birtist í »Nýjum
félagsritum* árið 1872. Lýsing Jóns forseta á aðförum
og verzlunarháttum hinna dönsku selstöðukaupmanna og