Andvari - 01.01.1929, Side 17
Andvari
Hallgrímur Kristinsson
13
Loks fer Jón forseti mjög hörðum orðum um hið
megna hirðuleysi kaupmannanna um hag lands og þjóðar
og andspyrnu þeirra gegn stjórnlegu frelsi og þjóðfram-
förum Islendinga. Telur hann, að jafnvel þar sem tóm-
lát landsstjórn þeirra tíma hafi gert sig líklega, til þess
að vilja koma einhverju fram, þá hafi kaupmennirnir
verið »sjálfsagðir til að telja það úr; — — þeir einir
íslendingar eru þeim geðfelldir, sem vilja standa eins og
spakar kýr, meðan þær eru mjólkaðar* (bls. 89).
Af þessum fáu dráttum úr lýsingu Jóns Sigurðssonar
á verzlunarhögum landsins undir valdi og handleiðslu
danskra selstöðukaupmanna verður Ijóst, að með verzl-
unarfrelsinu 1854 fengust raunverulega engar umbætur
á verzluninni. Selstöðukaupmennirnir voru skilbornir
arftakar einokunarherranna, erfðu venjur þeirra og skoð-
unarhætti og kostuðu kapps um að halda öllu í fornum
skorðum. Viðskiptamennirnir voru, margir hverjir, alger-
lega magnþrota skuldaþrælar og að mestu sljóskyggnir
á eigineymd og ófremd.
Til þess að ráða bót á ástandinu, varð að ala upp
nýja kynslóð með nýjum skoðunarhætti, hugdirfð og úr-
ræðum til sóknar og sigurs í viðreisnarstarfi þjóðarinnar.
Baráttan til sjálfsbjargar og sjálfsforræðis í verzlunar-
efnum varð hliðstæður þáttur, og eigi síður mikilsverður
en sjálf ríkisréttarbaráttan, þótt henni sé jafnan lítill
gaumur gefinn í umræðum um viðreisn íslendinga á
síðara hluta næstliðinnar aldar og því sem af er tuttug-
ustu öld.
Fyrsti vottur innlendrar viðleitni til sjálfsbjargar í
verzlunarefnum voru hin svonefndu »verzlunarfélög«
bænda. Upptök þeirra mun mega rekja langt til baka
í öldina sem leið. Voru félög þessi samtök bænda í
ýmsum sveitum og sveitahlutum, um að verzla í félagi við