Andvari - 01.01.1929, Side 23
Andvari
Hallgrímur Kristinsson
19
Kaupfélag Þingeyinga og þau félög, er sprutfu af því,
voru upphaflega aðeins pöntunarfélög, sem kostuðu kapps
um lágt vöruverð (pöntunarverð) og sterka samkeppni í
daglegum rekstri. Þau voru reist á róttækri Iýðstjórnar-
skipun, þar sem félagsmennirnir skipuðu sér í deildir,
er hver fyrir sig hafði fullan sjálfsákvörðunarrétt og
fulla ábyrgð (sameiginleg ábyrgð innan deilda). — Árið
1906 tekur Hallgrímur upp í Eyjafirði samvinnuskipulag,
sem kennt hefir verið við vefarana í Rochdale. Aðal-
einkunn þess er sú, að félögin selja vörur sínar við
gangverði, skipta síðan arði um áramót og leggja mikið
kapp á öflun sjóða. Til aðgreiningar frá pöntunar-
félögunum, hafa þau verið nefnd sölufélög. Breytingin á
kaupfélagi Eyfirðinga varð gagnger. í stað hinnar skörpu
deildaskipunar kom sterk miðstjórn og framkvæmda-
stjórn, gangverð í stað hins stranga kostnaðarverðs,
sjóðir og fjárráð í stað þeirrar seigdrepandi félagsfátæktar,
er frá öndverðu hafði reist skorður á öllum leiðum út-
færslu og slegið hverju nýmæli niður í þögn.
Kaupfélag Eyfirðinga og skipulag þess varð fyrirmynd
margra félaga, er um þessar mundir tóku að spretta
upp víðs vegar um landið. Jafnframt rís og önnur víð-
tækari hreyfing á þessari leið, en það var »Sambands-
kaupfélag íslands*, er síðar hlaut nafnið »Samband
íslenzkra samvinnufélaga*. Sú stofnun, eins og kaup-
félögin sjálf, átti rætur sínar í Þingeyjarsýslu og voru
fyrstu samtökin í þessa átt. »Sambandskaupfélag Þingey-
inga«, er stofnað var í Yztafelli 20. febr. 1902. — Félag
það var að mestu andlegt samband fyrst í stað. Þó var
þegar í upphafi tekið að undirbúa sameiginlega viðleitni
um fyrirgreiðslu á vörusölu erlendis og sameiginleg inn-
kaup. Fjölgaði brátt deildum í sambandinu, enda tók
það að auka starfsemi sína. — Haustið 1912 fór Hall-