Andvari - 01.01.1929, Qupperneq 29
Andvari
Hallgrímur Krislinsson
25
og félagsmennmgu. í þeirri grein hefir hann verið mestur
afreksmaður þjóðarinnar.
Sú var fyrirætlun Hallgríms Kristinssonar, ef honum
endist líf og fullt starfsþrek, að vinna að samvinnumál-
efnum landsmanna, unz hann teldi sambandið og starf-
semi þess alla komna á fastan grunn, en eigi lengur.
Hann hafði ótrú á því, að láta menn sitja í embættum
eða ábyrgðarmiklum trúnaðarstörfum, eftir að þróttur
manna, fjör og áhugi tæki að hrörna. Slík skipun sam-
rýmdist ekki framsóknarhyggju hans og endurbótaþrá.
Hann leit svo á, að starfsmenn þjóðarinnar ættu á hverj-
um tíma að vera í samræmi við framsækni hennar og
endurbótaviðleitni, en ekki eins og dautt og hlutlaust
hjól í maskínu. Fyrir því hafði hann hugsað sér, að
hverfa frá starfi sínu, áður en það yrði um seinan og
taka sér fyrir hendur ábyrgðarminni störf við búskap
og ræktun á jörð sinni, sem var honum ávallt mjög kær
tilhugsun, ellegar að reisa við eitthvert fátækt samvinnu-
félag í útkjálkahéraði, þar sem það ætti erfitt uppdráttar.
— Aldrei lét Hallgrímur Kristinsson blekkjast eða trufl-
ast af löngun í vegtyllur eða virðingarstöður. Oft átti
hann kost á sumum æðstu trúnaðarstörfum þjóðarinnar,
eins og ráðherradómi, þingmennsku, bankastjórn o. fl.
En hann gaf aldrei kost á því, að hverfa frá störfum í
þágu þeirrar félagsmálabyggingar, sem hann hafði tekið
sér fyrir hendur að reisa.
Ólafur hét maður Gíslason, er vinnumaður var í
Hvassafelli, samtíða Hallgrími. Hann var maður dyggur,
verkhagur og mikilvirkur. Gazt Hallgrími hið bezta að
Ólafi. Svo bar við, að Ólafur þessi staðfesti ráð sitt.
Hallgrímur var þá, eins og títt var um vinnumenn á
hans reki, komna af fátæku foreldri, eigi ríkur af fjár-
munum. Hann átti þá að eins eina á, loðna og lembda.