Andvari - 01.01.1929, Síða 30
26
Hallgrímur Kristinsson
Andvari
Og þessa á gaf hann Ólafi í brúðkaupsgjöf. Atvik þetta
er ekki stórvægilegt. En það sýnir ef til vill betur en
fjölorðar frásagnir, að Hallgrímur Kristinsson var höfð-
ingi að eðlisfari og drengskaparmaður, enda var hann
jafnan ör á fé og auðhrifinn til stórmannlegra viðbragða,
þegar svo bar við að horfa.
Hallgrímur Kristinsson varð íslendingum mjög harm-
dauði. Mátti að vísu telja, að félagssamtök samvinnu-
manna yrðu fyfir óbætanlegu tjóni við fráfall hans. Þó
hefir verið haldið í horfi og málum miðað fram, eftir
því sem framast mátti vona. Ber það til, að þeir menn,
er á störfum hafa haldið, hafa verið, að meira og minna
leyti, mótaðir af félagsmálauppeldi Hallgríms og sam-
starfi. Vegna drenglundar sinnar og bjartra hugsjóna,
vegna óhvikuls umbótavilja, samúðar og einlægni, vegna
mælsku sinnar og glæsimennsku, hugreifi sinnar og
vaskleiks, verður Hallgrímur Kristinsson ávallt ógleyman-
legur ölluin þeim, sem höfðu af honum náin kynni.
Jónas Þorbergsson.