Andvari - 01.01.1929, Page 46
Andvari
Fiskirannsóknir 1927—1928.
Skýrsla til stjórnarráðsins.
Eftir Bjarna Sæmundsson.
Fiskifræðisförf mín síðustu tvö árin hafa verið svipuð
og undanfarið: Þau hafa ýmist verið rannsóknarferðir,
rannsóknir heima fyrir, bréfaskriftir eða aðstoð við fiski-
rannsóknirnar dönsku hér við land.
1. Ritstörf og rannsóknarferðir.
Ritstörf þau, sem eg hefi unnið að þessi ár eru aðal-
lega: 1. samning á bæklingi, sem vísindafélag íslendinga
hefir gefið út og nefnist Synopsis of the Fishes of
lceland; það er yfirlit yfir íslenzka fiska, heimkynni
þeirra, lífshætti og gagnsemi, samið á ensku og ætlað
útlendum vísindamönnum, sem fást við fiskifræði og er
eins konar útdrátfur úr fiskabók minni, þeirri er eg nefndi
í síðustu skýrslu, 2. samning á ritgerð á ensku, um vöxt
og aldur ufsa, spærlings og kolmunna í íslenzkum sjó
og birtist hún vonandi bráðlega í ritsafninu Meddelelser
fra Kommissionen for Danmarks Fiskeri- og Havunder-
sögelser.1) Svo hefi eg sagt frá rannsóknum á >Þór« í
1) Titill hennar er: On the Growth and Age of the Coalfish
(Gadus vircns), the Norway Pout (Gadus Esmarki) and the
Poutassou (Gadus Poutassou) in Icelandic Waters.