Andvari - 01.01.1929, Blaðsíða 50
46
Fiskirannsóknir
Andvari
A. Rannsóknir á „Skallagrími".
Eins og eg gat um hér að framan, fór eg tvær ferðir
á togaranum »Shallagrími« á þessu tímabili, aðra vestur
í jökuldjúp og kringum ]ökul, hina suður á Selvogs-
banka. Skal eg nú skýra nokkuð frá hinum fiskifræði-
lega árangri af hvorri ferðinni fyrir sig, jafnframt því
sem eg vil vísa í ferðapistla mína frá þeim, í síðustu
tveim árgöngum »Varðar«.
1. Fyrri ferðin var farin 30. apríl til 11. maí 1927,
og var tilgangurinn með henni að kynnast hinum merku
djúpmiðum út af Smæfellsnesi: Jökuldjúpi, Dritvíkur-
grunni og Kolluál, sem nú síðustu árin hafa verið mjög
gjöful togaramið.1)
Jökuldjúp er nafnið á slakka þeim eða lægð, sem
gengur frá úthafsdjúpinu til norðaustur inn í norðan-
verðan Faxaflóa, milli Jökulbanka að norðvestan og
grunn þess hins breiða, er gengur út frá Suðurnesjum
að suðaustan og þegar lengra kemur inn, milli Dritvík-
urgrunns að norðan og Kanta að sunnan; nær það inn
undir Dúðagrunn, suður af Staðarsveit og verður nál.
80 sjóm. á lengd. Djúpið er allbreitt (um 20 sjóm.) og
djúpt (um 250 m) yzt og smágrynnist svo inn eftir, og er
ekki nema rúmlega fimmtugt (100 m) lengst inni. Dotn-
inn er blaut leðja og festur óvíða; þær koma helzt,
þegar kemur upp í brúnirnar til beggja hliða. ]ökul-
djúpið er mjög fiskisælt, með fjölbreyttu fiskalífi, eins
og lýst verður nokkuð betur síðar, og hefir um langan
aldur verið mikil bjargarlind fyrir útlend og innlend
skip, sem sótt hafa þangað, og nú á síðari árum fyrir
1) Fiskimenn eru nú, því miður, farnir að nefna öll þes9Í miÓ
einu nafni Jökuldjúp.