Andvari - 01.01.1929, Qupperneq 53
Andvari
Fiskirannsóknir
49
mjög fjölbreytt,1) fjölbreyttara en víðast annarstaðar
hér við land, hvað sem því nú veldur; en þetta má
einnig vel segja um Kolluálinn og Dritvíkurgrunnið,
ásamt Jökulbankanum. Meðan við vorum á þessum
svæðum, fengum við alls 36 fiskategundir; þær voru:
1. Stóri karfi. 13. Ufsi. 25. Sandkoli.
2. Litli karfi. 14. Spærlingur. 26. Þykkvalúra.
3. Steinbítur. 15. Kolmunni. 27. Langlúra.
4. Hlýri. 16. Langa. 28. Sandsíli.
5. Blágóma. 17. Blálanga. 29. Gulllax.
6. Stóri mjóni. 18. Ðlákjafta. 30. Síld.
7. Hrognkelsi. 19. Keila. 31. Geirnyt.
8. Skötuselur. 20. Sandsíli. 32. Tindaskata.
9. Litli mjóri. 21. Lúða. 33. Hvftaskata.
10. Þorskur. 22. Skrápflúra. 34. Náskata.
11. Ýsa. 23. Stórkjafta. 35. Skata.
12. Lýsa. 24. Skarkoli. 36. Hákarl.
Af sumum af þessum fiskum, eins og nr. 1, 10, 13,
14 og 15, var mjög margt; af nr. 11, 22, 23, 27 og 29
allmargt, af öðrum fiskum fátt eða að eins 1 eða 2.
Síldin fekst mest upp úr þorski. Allar þessar fiskateg-
undir, nema blágóman, fengust í Jökuldjúpi, hún og 15
geirnytjar af 17 fengust í Kolluál. Auk þeirra fiska, sem
hér eru taldir, veit eg að urrari, blágóma, svartaspraka
(grálúða) og beinhákarl hafa fengist á þessu svæði, og
það má telja fullvíst, að ýmsar fleiri fiskategundir sé
þar að hitta, eins og hlýra, loðnu, háf, hámeri, þrömm-
ung og aðra smáa botnfiska, svo að sjálfsagt má gera
ráð fyrir, að þarna sé fundinn þriðjungur af öllum þeim
fiskum, sem þektir eru hér við land, eða fleiri. Vest-
manneyjasjórinn mun varla hafa upp á fleiri fiskateg-
undir að bjóða.
1) Sbr. skýrslu mína 1926, Andvari XXXIII, bls. 113—114.
4