Andvari - 01.01.1929, Side 61
Andvari
Fiskirannsóknir
57
út á leirinn fyrir sunnan það og austan og »upp íyrir
Hraun* (á Austur-Bankanum yfirleitt) bætist við ýsa,
lýsa, sandkoli, skrápflúra, þykkvalúra, stóri og litli karfi,
tindaskata og spærlingur, en fátt af öllu. Á Vestur-
Bankanum, þar sem dýpið er 70—80 fðm., er meira
um ýsu og ufsa tiltölulega, en um þorsk og meira um
spærling; þar fengum við mergð af stóra og litla karfa,
og svo skötu, langlúru og keilu. Loðna sást ekki í þetta
sinn, né sandsíli, sem mun þó vera þar utan vertíðar.
Eg mun hafa séð þar alls 19—20 fiskategundir, eða
nærri helmingi færri en í ]ökuldjúpi í maí-byrjun, og á
sumrin fæst þar stórkjafta, gulllax, náskata, blálanga,
skötuselur o. fl. Það er fyrst þegar kemur út í djúpið
fyrir utan Bankann, að hinir sérstöku suðurstrandar fiskar
fara að fást. Annars er ekki ástæða til að fjölyrða um
nema fáa af hinum ofan greindu fiskum.
Skarkolinn var allur stór (»grallarar«) 3: fullþrosk-
aður fiskur, gotinn eða ógotinn. Skipstjórar láta kasta
öllum skarkola, sem kemur lifandi upp, í sjóinn aftur,
þegar þeir fiska í salt.
Ýsan vai bæði stórýsa og miðlungsýsa. Stórýsan var
flest komin að gotum, en fátt af henni gotið, fyrri en
síðustu dagana (á Vestur-Bankanum).
Ufsinn var allur stórufsi. Svo hefur verið talið, að
ufsinn hér hefði lokið hrygningu fyrir jafndægur, en nú
reyndist það svo, að flest af ufsanum sem við feng-
um á Vestur-Bankanum, 18. apríl var ógotið, eink-
um hrygnurnar; sumt af hængunum var að gjóta eða
var gotið. Eins og kunnugt er, fæst oft afarmikið af
stórufsa á Selvogsbanka framan af vertíðinni (í febr.—
mars), en svo hverfur hann, þegar hann er gotinn.
Þarna sýndi það sig, að hann heldur sig á Bankanum
þar til hrygningin er um garð gengin, enda þótt það