Andvari - 01.01.1929, Síða 68
64
Fiskirannsóknir
Andvari
þessara rannsókna á hverri stöð fyrir sig (enda er hér
að eins um bráðabirgða rannsókn á veiðinni að ræða)
og skal eg þess í stað gefa örstutta skýrslu um hverja
stöð og um leið geta hins helzta um síld og síldveiði á
stöðinni, eða í nágrenni við hana og að lokum minnast
á niðurstöðuna af rannsóknunum í sambandi við háttu
síldarinnar á sama tíma, að því leyti sem vita mátti af
veiðunum.
Um skýrslurnar skal það tekið fram til skýringar, að
drættirnir úr hverju dýpi (10—0 m, 30—10 m og 50—
30 m) verða greindir sér í línu og táknaðir með a, b
og c, en rúmtakshlutfallið milli veiðanna í hverjum
drætti með heilum tölum J) og loks tekin fram mergð
helztu svifveranna, þeirra sem mest gætir í svifinu,
táknuð með bókstöfum,1 2) en það eru krabbaflær (síldar-
áta), ungar og gamlar, dínóflagellatar (maurildisgjafar
síðari hluta sumars) og kísilþörungar (díatómeur). Sök-
um þess, að krabbaflærnar eru, þótt smáar séu, tröll
að vexti á móts við hinar svifverurnar, sem hér verða
greindar, þá fylla þær tiltölulega miklu meira að rúm-
taki en hinar. Skeldýra- og hrúðurkarlalirfna, eggja
ýmissa óæðri dýra o. fl., sem oftast var með, verður
sjaldan getið. Stöðvarnar verða hér í sömu röð og þær
voru teknar.
1) Tölurnar sýna hæÖina (í millim.) á botnfallinni veiðinni, í
jafnvíðum glösum, sem hún er geymd í; en þess má gæta, að í
efsta drætti hefir háfurinn farið I gegnum hálfu minni sjó (10 m)
en í 2. og 3. drætti, svo að er þá helmingi meiri að tiltölu við
hina drættina. Rúmtak veiðarinnar í cm3 (teningssentim) verður
Vs af tölunum sem tákna hæðina.
2) r merkir fátt, c margt, cc mjög margt, ccc afarmargt og cccc
aragrúa af hverju fyrir sig.