Andvari - 01.01.1929, Síða 72
68
Fiskirannsóknir
Andvari
Siaöurínn Dagur 0 m 20 m 50 m
hitio hiti 0 hiti 0
ísafjarðardjúp 9. ág. 10,7 10,1 9,9
Ot af Kögri 9. — 9,6 8,5 8,2
Húnafjörður 11. — 9,6 8,5 7,4
N af Skagatá 11. — 9,2 7,6 7,6
Ot af Rifstanga 14. — 7,6 7,3 5,9
Ot af Skálum 21. — 8,1 6,3 6,5
Grímseyjarsund 28. — 8,9 6,8 6,4
Ingólfsfjörður 30. — 9,2 9,1 9,5
Þetta er í fyrsta skipti, að eg hefi safnað svifverum
fyrir norðan land. Áður hafa Danir safnað þeim á svip-
aðan hátt, bæði á »Þór« og á »Dönu«, stundum að
mér viðstöddum, en þó ekki á sama tíma ársins; en
þar sem eg hefi ekki átt kost á að vita magn eða
mergð þess, sem fengizt hefir í hverjum drætti, líkt og
eg hefi skýrt frá hér að framan, þá get eg ekki gert
neinn samanburð á sviflífsmagninu nú við það, sem áður
hefir verið á þessu svæði í ágúst. Þó get eg ekki litið öðru
vísi á en að svifdýrin hafi verið færri, eða minna borið
á þeim, en eg hafði búizt við, einkum á svæðinu fyrir
austan Skagafjörð og allt austur að Langanesi. Sjórinn
var tærari, og einkum tók eg eftir því, hve lítið var
yfirleitt um hveljudýr (marglyttur) framan af tímanum,
alstaðar, síðara hluta hans fyrir austan Eyjafjörð; þó fór
þeim fjölgandi eftir því sem á leið, mest þó á Húna-
flóa og Skagafirði. V/ar það, eins og vant er, einkum
brennihvelja og blápungar, en af þeim er oft í ágúst-
mánuði alveg krökur sjór á þessum slóðum. Eina hvelju,
krosshveljuna (Staurophora), sem er á stærð við undir-
skál og oft mjög tíð í Norðurflóanum, sá eg, held eg,
aldrei í sumar.