Andvari - 01.01.1929, Síða 78
74
Fiskirannsóknir
Andvari
verði tðluverð. Við það bætast og marglytturnar, sem
Iýsa eins og tungl í sjónum. — Annars eru dínóflagell-
atarnir eflaust mikilsverð fæða fyrir lirfur margra óæðri
sjávardýra þar með fyrir lirfur krabbaflónna (rauðátunn-
ar); sjálfar lifa þær á jurtavísu — eru frumnæring.
Eg skal ekki fjölyrða um síldina og göngu hennar
við NV-, N- og A-ströndina þetta sumar, vil að ein6
geta þess, að hennar var óvenjulega snemma vart á ölli
svæðinu, úti fyrir ísafjarðardjúpi, þegar í maílok, og í
byrjun júní var farið að sjá hana í uppivöðum og veiða
hana í reknet úti fyrir Siglufirði; var sumt af þvi ógotin
sumargotsíld eftir því sem mag. Táning, sem þá var á
Siglufirði, sagði mér. Á Bakkafjarðarflóa fór hennar að
verða (óvenju snemma) vart í miðjum maí, en hvarf brátt
aftur. í miðjum júní var hún farin að ganga langt inn
á Húnaflóa (Miðfjörð) og Skagafjörð, og um sama leyti
hafði hún vaðið mikið uppi við Grímsey, en fá eða engin
skip þar að veiðum. Eftir að síldveiðarnar byrjuðu fyrir
fullt og allt, var síldin lang-mest á Húnaflóa, allt inn á
innstu firði, og 6vo síðar við Skaga og á Skagafirði,
en lítið á Fljótavík og mjög lítið lengra austur, allt að
Langanesi, nema úti til djúpa (í reknet). í lok ágúst
kom afar mikið af 6mokkfiski í djúpin fyrir miðju Norð-
urlandi og kom hann víst allmikilli hreyfingu á síldina;
úr því fór hún að ganga, og það mikið, inn á Eyjafjörð,
á Fiateyjarsund og líkl. víðar austur betur. Enn var
síld að aflast, og það að mun (í reknet), úti fyrir Siglu-
firði, þegar komið var fram í nóvember, og jafnvel inni
á Eyjafirði og Miðfirði seint í þeim mánuði. Síldin sem
veiddist þá á Siglufirði var orðin alveg tóm, úr því kom
fram í október, og síðast mjög mögur. Fekk eg 20 til
rannsóknar fyrir velvild Schjötts lyfsala.