Andvari - 01.01.1929, Page 80
76
Fisbirannsóknir
Andvari
62 þorskar, 30 — 62 cm 8,9 (30,9) á fogt.
130 ýsur, 29—50 cm 18,6 (13,1) - —
2 lúður, 41—52 cm 0,3 ( 1,9) - —
36 skarkolar, 22 - 52 cm 5,1 ( 9,4) - —
39 sandkolar, 14—36 cm 5,6 ( 9,5) - —
1 skrápFlúra, 27 cm 0,1 (32,9) - —
23 steinbítar, 52—80 cm 3,3 ( 1,1) - —
4 tindaskötur, 31—51 cm 0,6 ( 0,0) - —
og var þar tiltölulega miklu fleira af þorski (3: þyrsk-
iingi) og ýsu, en hafði verið þá skömmu áður í landhelgi
í sunnanverðum Faxaflóa, en færra af flatfiski (sbr.
skýrsla í »Ægi«, 10. tbl. 1928), en borið saman við
afla »Dönu« í Skjálfanda 16. júlí 1926, þá var þar
miklu fleira af öllu á jafnlöngum veiðitíma, nema af ýsu,
sjá svigatölurnar í aflayfirlitinu, sem sýna afla »Dönu«
á togtíma.
Af óæðri dýrum fekkst næstum því ekkert, nema
mergð af vanalegum krossfiski. Sandsíli og smásíld
(kópsíld og síldarseiði), sem oft er svo mikið um inni
við Sandinn á sumrin, urðum við nú ekki varir við, og
fuglalíf var mjög lítið á flóanum og alls ekki kveikilegt,
enda var þar lítill afli á grunnmiðum.
14. ág. fórum við með forseta fiskifélagsins austur á
Þórshöfn og biðum þar eftir honum einn dag. Meðan
við biðum, fórum við út á Lónafjörð og gerðum þar 2
vörpudrætti, annan utan til, á 40—50 m, hinn innan til,
á 40—10 m dýpi, því að mér var forvitni á að vita,
hvað væri þar að fá, þar sem eg hafði aldrei verið þar
áður. Botninn var sléttur og báðir drættirnir gengu vel;
í hinum fyrra, sem stóð í IV2 tíma, fengust að eins 2
þyrsklingar, 12 smáýsur og 1 sandkoli, en í hinum, sem
stóð í 2 tíma og var gerður þar sem dragnótaskip hafa
verið vön að vera undanfarið, fengust 20 smáýsur og
1 skrápflúra. í báðum dráttum fekkst urmull af loðnu-