Andvari - 01.01.1929, Side 81
Aitdvari
Fiskirannsóknir
77
seiðum frá vorinu (á 1. ári, 3—4 cm) hangandi í vörpu-
möskvunum, en annars ekkert af smádýrum, nema dálítið
af krossfiski.
Frá Þórshöfn ganga nú 2 mótorbátar og fiska vana-
Iega út með nesinu og úti í flóanum. Auk vanalegra
fisktegunda fæst þar mikið af hlýra og dálítið af keilu.
Menn eru í vandræðum með að gera sér mat úr hlýranum,
en óefað væri bezt að reykja hann, eins og t. d. Norð-
firðingar eru nú farnir að gera. Lega er allgóð á Þórs-
höfn fyrir mótorbáta og aðstaða góð til þess að sækja
þaðan á hin góðu mið út með Langanesi. Annars ganga
þaðan og úr nágrenninu nokkurir róðrarbátar. Veiðar
byrja á færi vanalega um miðjan maí, en á lóð ein-
hvern tíma í júlí.
Síld (3; stórsíld) kemur stundum, t. d. í vor í maí,
inn á fjörðinn, en kópsíldar og síldarseiða verður þar
ekki vart. Ekki er við því að búast, að stórsíld sé þar
stöðug, til þess er fjörðurinn of grunnur. Loðna kemur
oft mikil í fjörðinn á vorin og sagt, að sandsílis verði
þar vart. — Skarkoli hefir verið allmikill áður inni í
firðinum, en þykir hafa þorrið þar mikið, síðan Danir
fóru að stunda þar dragnóta- (Snurrevaads) veiðar. í
sumar hefir verið þar mikið af sandkola. (Jt með nesinu
er töluverð silungs- og hrognkelsaveiði og sagt, að þar
sé mikið um hrognkelsi, og mun það hafa haft góð
áhrif á hrognkelsagönguna, að selur, sem áður var þar
nokkur, er nú mjög horfinn.
Húskel er sögð mikil í firðinum og hefir verið plægð
nokkuð til beitu, en fiskur verið tregur á hana. Rétt
fyrir innan kauptúnið er nokkuð af mjög stórgerðum
skeljasandi, sem er allur úr kúskeljabrotum; skeljarnar
skolast þarna upp og myljast í sjávarrótinu á veturna
og hlýtur að vera mikið af þeim þar rétt úti fyrir og