Andvari - 01.01.1929, Page 104
100
Fiskirannsóknir
Andvari
mönnum. Tel eg Hafnaleir (svæðið milli Stafnestanga
og Hafnabergs) þess konar svæði.
Eg geri ráð fyrir, að andúð sú, sem koladragnótin
hefir mætt hér, sé að nokkuru leyti sprottin af því, að
menn þekkja hana margir hverjir að eins af óljósri af-
spurn og að ar.dúðin hverfi, þegar menn fara að kynn-
ast henni betur, eins og farið hefir um þorskanetja- og
lóðabrúkun, og eg vil í sambandi við það benda á, að
fyrverandi formaður fiskifélags íslands, hr. Matthías
Þórðarson, sem var einna fremstur í að fá dragnót
þessa bannaða í Faxaflóa, telur hana í bók sinni, Havets
Rigdomme, bls. 157, framtíðar-veiðarfæri, þar sem stað-
hættir séu hentugir, og til eru við sunnanverðan Faxa-
flóa menn, sem vilja fá afnumið sem fyrst bannið gegn
brúkun hennar þar.
í janúar 1929.
Bjarni Sæmundsson.