Andvari - 01.01.1929, Side 108
104
Þæftir úr menningarsögu Vestmannaeyja
Andvari
tekin upp eftir frönsku skútunum. Var þá notað klífur,
stórsegl og framsegl. Skautið, bandið í seglinu, og skaut-
bolti, þar sem það var fest, snærin, sem rifað var með,
kölluð rif. Af segldúk fóru í afturseglið kringum 65—75
álnir af mjóum dúk. Landmenn margir notuðu einskeftu í
segl, en verri þótti hún en útlendi dúkurinn, sökum þess
hvað hún var gisin. Kaðallinn, sem saumaður var utan
um seglið, var kallaður !ý og sagt að lýja seglið. Aftur-
mastrið var tveggja manna byrði, en frammastrið miklu
léttara. Ste/lingar var það kallað, sem möstrin stóðu. Um
heiti á hinum ýmsu hlutum í skipinu: Fótatré, var neglt
framan á undir þóttunum, ekkert þó undir andófsþótt-
unni, en staðið þar á fyrirrúmsfótatrénu, fótatréð í skutn-
um og bitanum, kallað pallur og staðið á þeim við
færin, undir pallinum var neglan, skorbiti aftan við skut-
inn, framan við formanninn, þiljur niður úr og listi að
ofan. Sætið, er formaðurinn sat í, kallað formannssæti,
vanalegast sat hann bakborðsmegin, en sætin voru báð-
um megin. Yfirbiti, borð er var ofan á bitanum, bithús
í bitanum, í bithúsinu geymdu menn mat o. fl. Fremst í
barkanum fram við stefni, var kallað krús. Sog með öll-
um röngum, þau neðstu kölluð kjölsog. Drag, járnið
undir kjölnum. Kjölbekkur, pallur, sem var ofan á kjölnum.
Framskot voru nefnd neðstu borðin í byrðingnum næst
kjölnum. Sagt var, að skipin væru breiðbyrt eða mjóbyrt
eftir því, hvað breið þau voru um kinnungana. Ofan á
rangirnar voru sett bönd og rangaskeyti með hnoðnöglum
í miðjunni og reknöglum í endanum. Trélisti var negldur
upp í þóttuna með göddum eða reknöglum, og í gegnum
hann var rekinn gaddur upp í gegnum þóttuna og upp
í hástokkinn. Áttæringarnir voru á kjölinn rúmar 13
álnir á lengd og svo víðir, að fjórir gátu setið á þóttu.
Laust fyrir aldamótin var tekið upp færeyskt lag á bát-