Andvari - 01.01.1929, Side 115
Audvari
Þættir úr menningarsögu Vestmannaeyja
111
Rofalýja, -u, kwk. Svo voru nefndar uppþornaðar gras-
rætur utan í moldarbörðum og sandrofum, þar sem upp-
blástur var. Rofalýjan var notuð í uppkveikju og stopp.
Rótarpáll, -s, -ar, kk., reka eða spaði, sem hvannarót
var grafin upp með. Var helzt farið til róta í Dufþekju
í Heimakletti. Ræturnar þóktu beztar, þegar þær höfðu
gaddað. Þær voru etnar hráar með bræðingi. Skarfakál
var stundum notað út á súpu.
Rótarbrækur, kvk. Oftast var farið á bandi, þegar
farið var til róta, voru ræturnar látnar í buxnaskálmar
og bundið fyrir að neðan; brugðu menn svo rótabrók-
unum um háls sér, þar voru þær í sjálfheldu, svo að hægt
var að nota hendurnar við bandið, þegar farið var upp
úr bjarginu.
Byrgi, -is, hvk., steinbyrgi, sem eru uppi í hömrum í
Heimaey, í svokölluðum Fiskhellrum, ævagömul, topp-
hlaðin upp af hraungrýti og blágrýtishnullungum, sem flutt
hefir verið úr Herjólfsdal. Byrgi þessi hafa fyrrum verið
höfð til að geyma í þeim rikling og annað harðmeti;
varðist það í þeim allri vætu, og ekki var svo auðhlaupið
að stela úr þeim. Byrgin standa enn, að mestu óhögguð,
og hafa síðast verið notuð, einstaka þeirra, fram undir
aldamót. Grjótið í þau hefir orðið að flytja í böndum, og
hefir það verið erfitt verk, því að þetta er hátt uppi í
hömrum, og í flest þeirra hefir orðið að síga, og það
langt sig í sum, í hvert skipti sem farið var í þau. Þau
eru sum manngeng eða um mannhæðarhá inni. Fáein
byrgi eru og í Skiphellrum. Nokkurar topphlaðnar fiski-
krær úr grjóti voru í Vestmannaeyjum fram undir alda-
mót. Merkilegt mannvirki er hleðslan kringum vatnslind-
ina í Herjólfsdal, sem haldizt hefir óskemmd framan úr
landnámsöld.