Andvari - 01.01.1895, Side 8
VI
komnari heldur en vér hefðum kosið, en er þó ó-
neitanlega stórt og verulegt framfaraspor frá hinu
fyrra ástandi. Og það er óhætt að fullyrða, aðþetta
framfaraspor og hinar þýðingarmiklu bætur ástjórn-
arhögum vorum, sem af þvi stafa, eigum vér að
Btórmiklutn mun að þakka Hilmari Finsen lands-
höfðingja, sem vann að því með öllum áhuga sín-
um, með leegni og lipurð og góðri milligöngu milli
stjórnarinnar á eina hlið og alþingis hins vegar, að
loks varð unnt að greiða úr hinni hörðu stjórnmála-
flækju á nokkurn veginn viðunandi hátt. Það varð
einnig hlutverk hans að eiga af stjórnarinnar hendi
9 ára samvinnu við hið löggefandi alþingi með ný-
fengnu fjárveitingarvaldi og koma þannig rekspöln-
um á með hinu nýja stjórnarfyrirkomulagi bæði í
löggjöf og iandsstjórn. I öllu þessu mikilvæga starfl
hans var það eigi þýðingarlítið atriði, að hann var
í aðra ætt af íslenzku bergi brotinn, kominn aí hin-
um ágætustu mönnum, 'þeim frægu feðgum Finni
og Hannesi biskupum i Skálholti. Þvi að þetta olli
þvi, að Islendingar tóku á móti Hilmari Finsen, þeg-
ar hann var skipaður í stiftamtmannssæti hér á
landi, með hlýjum huga og hinum beztu eptirvænt-
ingum, og það greiddi aptur veginn til eðlilegrarog
heillaríkrar samvinnu i stjórnmálastörfunum á milli
landsmanna og erindsreka stjórnarinnar,
Þetta lýsir sér fagurlega í kvæðinu, sera hon-
um var flutt á fyrsta afmælisdegi hans hér á landi
28. Janúar 1866, og ort hafði skáldið Matthias Joch-
umsson, og sem þetta er upphaf að: «Islands auðnu
von, ættlands tigni son, heilladagar þinirþrjóti eigi.»
(Ljóðmæli, bls. 56).
Að liinu leytinu er það eigi efamáí, að hinum
nýja sfiftgmtipanni þeiir runnið þlóðið til skyldunn: