Andvari - 01.01.1895, Side 15
XIII
ur var skipaður, að fruravarp var í undirbúningi hjá
stjórninni, til þess að leggjast fyrir alþingi þá um
sumarið. Það var fyrirsjáanlegt, að þetta mál mundi
eiga langt í land og skoðanir um það verða skipt-
ar, og að erfitt mundi reynast að samþýða þar kröf-
ur hins danska rikisþings við kröfur Islendinga. En
á hinn bóginn voru þessi 2 mál: stjórnarbótarmálið
og málið um fjárhagssambandið milli Islendinga og
Dana, eða um tjárhagsaðskilnaðinn, orðin þannig
samtvinnuð, að þau hlutu bæði að sæta úrlausnjafn-
snemma.
Það getur nú enginn eíi verið á þvi, að hið
sórstaka hlutverk, sem hinum nýja stiftamtmanni
var af stjórninni ætlað að leysa af hendi, var að
koma viðunandi lyktum á þessi 2 aðalmál. Dóms-
málaráðherrann, Heltzen, hafði, svo sem nýlega var
sagt, verið yfirboðari Hilmars Finsen í Slésvík, og
hlaut því að vera vel kunnugur áhuga hans, em-
bættisröggsemi og lipurð i aliri framkomu. Hann
vissi og, að hann var af islenzku bergi brotinn og
lieíir sjálfsagt litið svo á, að þetta væri kostur, er
mundi hljóta að hafa mikla þýðingu einmitt fyrir
þann mann, er ætti að vera meðalgöngumaður milli
stjórnarinnar og íslendinga, og kom það því í góð-
ar þarfir, að stjórnin gat átt kost á slíkum manni
í stiftamtmannsembættið, eins og það einnig að hinu
leytinu bar heppilega til, að geta á þennan hátt
lcomið mikilsmetnum og góðs maklegum embættis-
manni frá Slésvík, er Þjóðverjar liöfðu gjört rækan
frá embætti, í hæfilega stöðu, og létt á þann hátt
eigi alliítilli byrði biðlauna og eptirlauna af rík-
issjóðnum. *
Það getur eigi heldur verið neinn efi á því, að
Einsen að sínu leyti hefir sett sér það mark, þá er
b