Andvari - 01.01.1895, Blaðsíða 22
XX
og reynd varð á. Til þess bar það og, að einmitt
á þessu sumri varð útlitið vænlegra en áður um lykt-
ir á stjórnarmálsbaráttunni. Alþingi 1873 byrjaði
eigi sem friðvænlegast, þar sem þingmenn tóku þá
stefnu að hafna öllum frumvörpum stjórnarinnar, til
þess að sýna henni eindregna óánægju sína og lands-
manna yfirhöfuð. En er á þingið leið, kom það fram,.
að von gat verið um að ná samkomulagi á milli
allra þingmanna um tiliögur þingsins til stjórnar-
innar viðvíkjandi stjórnarmálinu. Stafaði þetta af
ýmsum rökum: þingmenn voru farnir að þreytast á
baráttunni og óskuðu lykta á henni sem fyrst með
viðunanlegum kostum, ef fengizt gætu; nokkur merki
voru og til þess, að slíkt hið sama byggi stjórninni
í huga, og var um það allljós bending í auglýsingu
konungs til alþingis; þjóðhátíðin um 1000 ára bygg-
ingu landsins fór í hönd og hlaut öllum málspörtum
að vera æskilegt, að hún gæti jafnframt orðið af-
mælishátíð hins langþreyða sjálfsforræðis. Konungs-
fulltrúinn tók fegins hendi sáttfýsi þeirri, sem þann-
ig lýsti sér af þingmanna hálfu, og var þess npög
hvetjandi, að þetta tækifæri væri eigi látið ónotað,
og hét öílugu fylgi sínu og eindregnum meðmælum
hjá stjórninni, ef þingið kæmi sér saman um tillög-
ur þær í þessu efni, sem liann taldi aðgengilegar
fyrir stjórnina. Eins og nægilega er kunnugt, konn
frá alþingi 1873 varatillaga, er bað konunginn, gætii
hann eigi staðfest stjórnarskrárfrumvarp þingsins,
að gefa Islandi á næsta ári stjórnarskrá, er veitti
alþingi fullt löggjafarvald og fjárforræði, og að
öðru leyti lagaða eptir nefndu frumvarpi, svo sem
framast mætti verða. Efalaust hefir Hilmar Finsen
mælt öfluglega með málinu og gjört það, sem í hans
valdi stóð, til þess að stjórnarskráin væntanlega