Andvari - 01.01.1895, Blaðsíða 27
XXV
En hann átti skjótt aptur að leysast frá þessum
vanda. Eigi leið á löngu áður hann tók að kenna
iþess sjúkdóms, sem skömmu síðar dró hann til dauða.
Það var krabbamein í munninum. Fór sjúkdómur-
inn eigi mjög ört framan af, en gerði honum þó svo
■óhægt um mál, að hann átti mjög örðugt með að
halda ræður á þingi, eins og staða hans útheimti,
og þegar sjúkdómurinn ágerðist, sá hann sér eigi
annan kost en beiðast lausnar eptir tæpt ár, en
kenndi sig þó mann til að taka aptur í Agúst 1885,
í von um heilsubót, við yfirpresídentsembættinu, sem
hafði staðið óveitt, og var þó orðinn þá svo sjúkur,
að hann varð að láta annan mann gegna því fyrir
sig. Jafnframt því að konungur veitti honum lausn
frá ráðherratigninni, sæmdi hann hann stórkrossi
Dannebrogsorðunnar. Þrátt fyrir allar lækningatil-
raunir harðnaði veikin með vaxandi þjáningum, sem
hann bar með stillingu, þolgæði og undirgefni, og
andaðist hann úr þessum sjúkdómi 15. Janúar 1886,
og skorti hann þá 13 daga á 62 ár.
Jarðarförin fór fram 23. Janúar frá Frúarkirkju
með hinni mestu viðhöfn, og var þar margt stór-
menni saman komið; konungurinn og Valdimar prins
sonur haus heiðruðu útförina með návist sinni. Is-
lendingar í Höfn lögðu silfursveig á kistuna íyrir
sína hönd og í nafni Islands.
Geta má hér þess, að svo hittist einkennilega
á, að eptirmaður Finsens í landshöfðingjadæminu,
Bergur Thorberg, andaðist hér í Reykjavík 6 dögum
síðar en Finsen, svo að á sama tima lágu á líkbör-
um tveir hinir fyrstu landshöfðingjar Islands.
IJilmar Finsen kvæntist 25. Septbr. 1857 Olufa
Bojesen, dóttur yfirumsjónarmanns fátækramála i
Xaupmannahöfn, og er hún enn á lífi. Þeim hjón-