Andvari - 01.01.1895, Page 37
7
í honum mörg klettahöpt, hamrar og holt, en gras-
fletir litlir á milli, er þar mjög einmanalegt og óvist-
legt. Við fórum yfir Fossá hjá Eiríksstöðum, er hún
þar bæði ströng og stórgrýtt og í henni töluvert
vatnsmegin; áin rennur beint á klettahaptið, en
kemst ekki gegn um það, rennur svo nokkur hundr-
uð faðma suður með því og finnur þá fyrir sjer gjá,
sem, eins og nokkrar aðrar sprungur í nánd, gengur
þvert á dalstefnuna; neðst brýst áin gegn um berg-
brík, þar er hár foss neðst áður áin fellur um stutt-
ar leirur í sjó fram; þegar stórstreymt er, flæðir al-
veg upp að hylnum fyrir neðan fossinn.
Næsta dag dvaldi jeg á Djúpavogi; nesið er
mjög hrjóstrugt, með ótal klöppum og mörgum gang-
hleinum þvert yfir nesið; Búlandstindur mænir yfir
nesið og er héðan að sjá eins og reglulega fer-
strendur upptyppingur. Nesið hjá Djúpavogi er
mjög sundurskorið og hrjóstrugt, af því blágrýtis-
lögin eru hér mjög mismuuandi að hörku og bergið
er allt sundur klofið af göngum, margir af göngum
þessum taka sig upp aptur á Berufjarðarströndinni
norðan fjarðar og ganga þvers upp i gegn um fjöll-
in, í sumum göngunum eru liggjandi, strendar súl-
ur, í sumum stórar basaltkúlur. Hinn 22. júlí fór-
um við frá Djúpavogi suður að Hofi í Alptafirði,
vanalegan veg, þarf eg ekki að lýsa jarðmyndunum
né landslagi á þeirri leið, því um það hefi eg ritað
nokkuð i ferðasögunni 1882. Næsta dag fórum við
suður að Stafafelli og sfra Jón Finnsson með okkur.
Liggur leiðin út dalinn að Starmýri og svo suður
Lónsheiði, er fyrst riðið upp með Selárgljúfri upp
djúpan dal eða skarð, er þar mjög aðkreppt og
miklir snjóar á vetrum. Aðalefni fjallanna í kring
er blágrýti, en vlða eru smálíparítblettir og líparít-