Andvari - 01.01.1895, Page 64
84
róti fer sjórinn nærri upp að öldunum og skilur þar
eptir spýtur og annan reka; rekastaur sá eg koma
fram úr sandinum rétt við rætur einnar öldunnar.
Hæð jökulendans yfir sjó er hér að eins 29 fet.
Jökullinn var í sumar með þykkara móti og nokk-
ur gangur í honum sumstaðar. Hér um bil fjórðung
mílu frá Vestri-Stemmu rennur Jökulsá í djúpum
farveg til sævar, hún breytir opt farvegi, flæðir
stundum um mikil svæði, en rennur stundum þröngt;
bæði nú og í fyrra sumar hefir Jökulsá runnið svo
þröngt, að hún allt af heflr verið ófær og hafa allir
ferðamenn orðið að fara yfir jökul; vatnsmegnið er
svo mikið, að áin verður að breiðast mjög út, svo
hún verði reið. Bakkar farvegsins eru 50 feta háir;
þeir eru snarbrattir úr hnullungagrjóti og sandlög á
milli, fjarlægðiu milli bakkanna er á að gizka 1500
álnir og viðlíka • langt eða nokkuð lengra mun hér
vera frá jökulendanum til sjóar; áin fellur eklci um
allan farveginn, en rennur í stokk með vesturbakk-
anum og var ofan til varla meir en 2—300 álnir á
breidd. Jökulsá þykir ein hin hroðalegasta jökulá
á Islandi; hún er mjög illa ræmd og á það skilið;
nú var áin engri skepnu fær, enda mjög ljót að sjá;
kolmórautt jökulvatnið spýtist beljandi úr auga und-
ir jökulröndinni og bullar vatnið þar upp eins og
risavaxinn hver og alla leið niður að sjó er fossfall
í ánni og öldugangur, kolsvört klakasker standa hér
og livar grunn, en smærra íshrul þeytist og hoppar
á hinum gulmórauðu öldum. Þegar áin breiðist
meira, má ríða hana, en allt af er hún ill fyrir
hesta, sakir kulda og straumhörku; má þar ekkert
út af bera, svo ei verði slys að; verður þá optast
að ríða hana i ótal krókum móti straum og undan
straum. Einn gamall Öræfingur sagði mér, að eitt