Andvari - 01.01.1895, Blaðsíða 65
35
sinn á yngri árum hans hefðu Örœfingar komið með
lestir sinar af Djúpavogi og fengu þeir þá Jökulsá
svo illa, að þeir voru að svalka í henni frá dag-
málum til nóns, misstu í hana 17 hestburði, en gátu
þó að lokum fiskað allt upp nema 3 hestburði, stúlka
fór af hesti, en varð bjargað við illan leik, og einn
hestur týndist. Jafnvel alvönum vatnamönnnm þykir
nóg um Jökulsá, og það er jafnvel sagt, að kunnug-
ir hestar fari að skjálfa, er þeir nálgast hana, er
það almennt talið, að Jökulsá á Breiðamerkursandi
sé versta vatnsfallið í Skaptafellssýslum. Þegar áin
ekki er fær, fara menn jökul; þó hafa jökulferðir
einkum tíðkazt síðustu árin, síðan farið var að gera
við veg á jöklinum og hafa lausar brýr yfir sprung-
ur; þegar bezt er, má fara stuttan veg yfir fremsta
jökulsporðinn rétt fyrir ofan uppgönguauga Jökulsár;
það heitir að fara á Undirvarpi; optast verða menn
þó, að fara ofar og klöngrast um íshryggi og sprung-
ur hátt uppiájökli; stundum vill það til, að sprung-
urnar eru svo margar og illar, að menn verða að fara
lengst upp á jökul og eru að klöngrast um hann
5—6 tíma eða jafnvel lengur; það liefir líka viljað
til, að menn hafa misst hesta í sprungur og orðið
að skera þá þar. Okkur gekk vel yfir jökulinn;
jökulvegurinn var góður yfirferðar og stuttur. Jök-
ulsporðurinn er hér svartur af möl, leir og sandi,
allur með eggjum og hnúðum, en var þó nú frem-
ur sprungulítill; við teymdum hestana upp á milli
jökulnybbanna og svo krókótta leið upp á jökul, og
þar næst niður undir uppgönguauga Jökulsár og
komumst með hestana svo sem 10 föðmum fyrir of-
an það að nokkru leyti á undirvarpi. Á jöklinum
eru víða vatnsaugu skáhöll eins og vasar og ískalt
vatn í þeim. Það er fremur agalegt að koma fram
3*