Andvari - 01.01.1895, Page 67
37
þrjú botnvörpuskip ensk voru fyrir utan að skafa
botninn; um þessar slóðir eru þau einna nærgöng-
ulust, einkum fyrir Suðursveit og Örœfum. Svart-
bakar margir og skúmar verpa hér neðantil á sand-
inum, hreiður svartbaksins eru þar helzt undir stein-
um í hlé fyrir norðanátt, þau er eg sá voru öll úr
melflækjum, rótum og stönglum, en dálitið af fjöru-
arfa innan um. Skúmar og kjóar eru hér allt af á ferð
ýlfrandi og vælandi og eru opt mjög nærgöngulir við
menn. Alla leið frá Fellsfjalli vestur að Kviskerj-
um takmarkast hinir sléttu sandar af óslitnum skrið-
jöklum; hvergi kemur fell eða múli fram að söndun-
um; ekki er þetta þó einn jökull allt saman; það
er sambræðsla margra jökla; koma þeir niður lægð-
ir i hálendisröndinni og sameinast, er niður kemur,
fjöll uppi á jöklinum skiija isstraumana hvern frá
öðrum og svo má sjá samskeytin á aurrákum þeim,
sem ganga þvert upp jökulinn á takmörkunum.
Breiðamerkurjökull nær frá Fellsmúla og Veðurár-
dal að austan vestur að Máfabyggðum og Breiða-
merkurfjalli. Eins og fyrr er getið, er jökulrennsli
frá hájöklinum beggjamegin Esjufjalla niður að
Breiðamerkurjökli; þá tekur við aðalskriðjökullinn
milli Esjufjalla og Máfabyggða og svo enn þá skrið-
jökull, er kemur niður vestan við Máfabyggðir milli
þeirra og Breiðamerkurfjalls; Breiðamerkurjökull er
því myndaður af 3 jöklum, sem bráðnaðir eru sam-
an i eina hellu. Milli vestasta jökulsins og miðjök-
ulsins er mikil aurrák upp til Máfabyggða og þar
er vik upp í aðaljökulinn fremst á samskeytunum,
þar koma Breiðuvötn undan jöklinum, en Jökulsá
sýnist nátengd þeirri aurrák, sem stefnir á Esjufjöll;
aðalvatnsmegnið safnast sem eðlilegt er á báðum
stöðum þangað sem samskeyti jökulsins eru. Breiða-