Andvari - 01.01.1895, Page 68
38
merkurjökull kemur niður af' Vatnajökli sjálfum, en
þeir jöklar sem taka við fyrir vestan Breiðamerkur-
fjall (Hrútárjöklar tveir) koma niður af Öræfajökli
og gengur hinn eystri fram fyrir enda Breiðamerk-
urfjalls og sameinast neðst Breiðamerkurjökli; þann-
ig kvíast Breiðamerkurfjall af jöklum og stendur
sem ey upp úr isbreiðunum. Rönd Breiðamerkur-
jökuls mun vera 2 mílur á lengd, en miðjökullinn,
sem kemur niður milli Máfabyggða og Esjufjalla er
varla meira en 3ji mílu á breidd; jökullinn breikkar og
flezt út, er hann kemur niður á láglendið. Á Breiða-
merkursandi hafa miklar breytingar orðið síðan land
byggðist, en því miður hafa menn á fyrri öldum
ekkert skrásett um það, hvernig Breiðamerkurjökull
hefir aukizt og sígið fram; líklega hefir hinn mikli
gangur í þessum jökli byrjað á 14. öid, þegar eld-
gos og jökulhlaup gerðu svo mikinn usla í Öræfum;
þó vita menn ekkert um það með vissu. Um seinni
hluta 18. aldar gekk jökullinn mikið fram; um
miðja öldina segir Eggert Ólafsson, að endi hans
hafi verið tæpa mílu frá sjó; þó hefir hann eflaust
þá verið siginn langt fram í samanburði við það
sem fyrst var á landnámstíð; þá hefir líldega fyrst
allstór skriðjökull gengið niður á láglendið vestan
við Veðurárdal og fyrir neðan hann hafa verið sand-
ar og ef til vill grasfitjar hér og hvar, og hefir Jök-
ulsá þá að öllum líkindum verið miklu minni en nú,
en byggðin á Breiðumörk hefir verið vestar. Þegar
Sveinn Pálsson fór um Breiðamerkursand 1793 var
jökullinn genginn lengra fram en þegar Eggert fór
þar um, og árið eptir (um hvitasunnu 1794) hljóp
jökullinn, og gekk fvrir austan Jökulsá 200 faðma
fram, þá var endi hans fjórðung rnílu frá sjó; í því
hlaupi gekk jökullinn yfir Brennhóla, sem fyrr er