Andvari - 01.01.1895, Page 69
39
getið; þá sprakk hann mjög að framan og vatns-
gusurnar þeyttust út úr sprungunum. Eins og fyr
hefir verið getið er jökullinn nú kominn miklu nær
sjó, einkum austasti tangi hans; þar hefir gangurinn
verið mestur siðan á fyrri öld. Auðséð er það á
lýsingu Sveins Pálssonar, að Breiðamerkursandur hef-
ir breytzt töluvert síðan hann fór þar um. Sveinn
segir, að engin kvísl nema Veðurá ein komi undan
austurjaðri jökulsins fyrir austan Jökulsá, og Hender-
son nefnir 1815 þar heldur ekki fieiri ár, en síðan
hafa Brennhólakvísl, Eystri-Stemma og Vestri-Stemma
bætzt við og er töluvert vatnsmegn í þeim ölliun.
Gróðurinn á sandinum hefir þá verið annarsstaðar
en nú; Sveinn segir, að þá hafi mestur gróður ver-
ið fyrir vestan Breiðá, en fyrir austan hana enginn
nema við mynnið á Veðurá; nú er gróðurinn lang-
mestur á Nýgræðunum fyrir austan Breiðá, en ekk-
ert gras við Veðurá; þar hefir eðlilega allur gróður
eyðzt af öllu því jökulvatni, sem þar hefir siðan oll-
ið undan austurrönd jökulsins. Á þessari öld hefir
opt verið gangur í Breiðamerkurjökli; Henderson
getur þess, að þegar hann fór þar um 1815, þá sá
hann, að jökullinn hafði gengið yfir braut ferða-
manna, er höfðu farið þar um fyrir 8 dögum1. Árið
1852 var hlaup í Breiðamerkurjökli2 og svo 1869,
sem fyrr hefir verið frá sagt, er Fell eyddist.
Morguninn 1. ágúst tókum við okkur upp af'
Nýgræðum og héldum áfram ferðinni til Öræfa.
Riðum við fyrst yfir Nýgræðukvislar; það eru smáir
jökullækir, er renna um graslendið og koma undan
Breiðamerkurjökli. Úr jökulkrikanum þar vestur af
1) E. Henderson: Iceland. I. bls. 288.
2) Norðri I. bls. 8.