Andvari - 01.01.1895, Blaðsíða 70
40
koma Breiðuvötn (eða Breiðá). Þau eru mjög vatns-
mikil, en renna dreift um sandinn, svo þau voru
brúkleg yfirferðar, þó allmikill vöxtur væri í þeim.
Niður af Breiðamerkurfjalli, nokkru fyrir vestan
Breiðá, mætast liornin á Hrútárjökli eystri og Breiða-
merkurjökli og eru miklar aurhrúgur á samskeytun-
um, þar koma undan jöklunum Fjallsá og Deildá,
og runnu þær nú saman, en eru opt sérstakar.
Hrútárjöklarnir eru tveir og ganga niður sinn hvoru
megin við Ærfjall; það er kambmyndað fjall, sem
er partur af lirygg, er gengur alveg upp á efstu
eggjar Öræfajökuls og er Hvanndalshnúkur í áfram-
haldi þess klettarana efst á Öræfajökli, annar kletta-
rani gengur upp af Kvískerjum og fellur vestri
Hrútárjökullinn, sem er mjórri en hinn eystri, niður
hvilftina, er myndast milli þessararana; hinn eystri
gengur niður milli Ærfjalls og Breiðamerkurtjalls;
báðir Hrútárjöklarnir ganga saman fyrir neðan Ær-
fjall. Jöklarnir fyrir austan Breiðamerkurfjall, sem
sameinast og mynda Breiðamerkurjökul, koma niður
af aðaljöklinum (Vatnajökli), en Hrútárjöklar niður
af Öræfajökli; þessir jöklar eru miklu hvítari og
aurminni'en hinir, sem eðlilegt er, úr því hjarnjök-
ull sá, er þeir hafa uppsprettur úr, liggur á minna
fjalli og er þar því minna efni lausagrjóts og malar.
Hrútárjöklar eru mjög sprungnir að framan með ótal
hnútum, eggjum og nybbum, sýnist töluverður gang-
ur vera í þeim og eru jökulöldurnar litlar fyrir
framan þá. Frá sandinum sjást Máfabyggðir hátt
upp í jökli; þær eru eins og höfði að framan og
ganga jöklar fram á þær, austast í þeim heitir
Kaplaklif. I fjöllum þessum segja menn að fuglar
verpi, einkum máfar og gæsir. Fyrrum var það
trú manua, að þar byggju útilegumenn; sira Þor-