Andvari - 01.01.1895, Page 71
41
steinn Einarsson sendi þangaö vinnumenn sina eitt
sinn, til þess að ná, fugli, en þeir urðu hræddir og
sneru aptur, af því þeir þóttust hafa séð tún og
húsagarð í fjallinu. Eins var það trú manna, að
viða væru útilegmnannadalir í jöklum upp af Suður-
sveit. Breiðamerkurfjall er mikið um sig og grös-
ugt og í því dalkvosir; það er nú allt umkringt
af jökli, en hefir til forna verið höfði fram á lág-
lendið, jökullaus að framan að minnsta kosti1; fjall
þetta er allt úr móbergi; sú bergtegund byrjar hér
fyrst sunnan íVatnajökli, en er úr því aðaiefni allra
fjalla á Suðurlandi alla leið vestur að Esju við Faxa-
flóa. Undir endanum á Breiðamerkurfjalli, þar sem
Eystri-Hrútárjökull nú er genginn yfir, var fyrrum
bær, er hét Fjall; hefir þar til forna verið mikið og
grösugt beitiland, því kirkja á Rauðalæk átti 1179
tilkall til að mega hafa 160 geldinga í Fjallslandi2;
í Michaelsmáldaga 1387 er Fjall með 9 hundraða
fjöru talið undir Hofskirkju í Öræfum3; i jarðabók
ísleifs Einarssonar 1709 er Fjalls getið; segir þar,
að það sé eyðijörð norðvestur af Breiðumörk og hafi
þá fyrir 14 árum sézt þar til tópta og túns, en nú
sé hvorutveggja komið í jökul. Þar sem Breiðuvötn
nú falla út úr jöludkverkinni, segja menn að bær-
inn Breiðamörk hafi verið, en nú er jökull genginn
yfir þann bæ; menn halda, að þetta sé hinn sami
bær, sem til forna var kallaður Breiðá, þar var
kirkjustaður á 14. öld; i Breiðármáldaga 1343 segir,
að kirkjan eigi heimaland ailt með skógum og fjör-
um og jarðir tvær(?), Hellir eystri og Hólaland, 6
1) Sveinn Pálsson getur þess, að um 1700 hafi villifó
gengib sjálfala i Breiðamerkurfjalli (Journal II. bls. 213).
2) íslenzkt fornbrófasafn I. bls. 248.
3) s. st. III. bls. 401.