Andvari - 01.01.1895, Blaðsíða 82
52
tröllslegu öræfa, sem eru í kring. Slingur það mjög
í stúf er komið er yzt í skóginn svo út má sjá, að
líta yfir landið í kring, þá blasir Skeiðarárjökull
beint á móti, grámyglaður og hrottalegur, og blæs
nöprum kulda úr hverri sprungu, en Skeiðará belj-
ar rétt fyrir neðan um helbláa sanda; allt er autt
og dautt, hvergi stingandi strá. Undir skóginum
eru blágrýtis-klappir, er koma fram niður undir
aurunum, í vesturhorni þeirra er óreglulegur liparít-
gangur, er gengur þvers yfir klappirnar eins og
ljósleit mön, því næst yfir gilið og upp í hlíð Jökul-
fellsins. Utan í Jökulfellinu eru á takmörkum gangs-
ins volg vatnsaugu, og renna frá þeim smálækir
með slýi, í heitasta auganu var 60° C-hiti, í öðrum
holum 50—55°. Þegar við snerum aptur frá Jökul-
felli var dálítið farið að skyggja, fórum við sömu
leið til baka upp Gfrjóthól og svo upp á hálsinn, og
út heiðina fyrir ofan Skaptafell, og gistum á Ilæð-
um um nóttina.
Skaptafellsfjöllin taka yfir æði-mikið svæði, þar
er Jökulfell vestast og fremst og hár múli áþví við
horn Skeiðarárjökuls; fyrir vestan múlann er Kross-
gilsdalur og Krossgilstindur, og er hann héðan að
sjá yzta fjallshornið við Skeiðarárjökul. Upp af
Jökulfelli gengur tindóttur fjallgarður upp i jökul,
og eru toppar hans sumstaðar mjög háir, fvrst heita
þar Fúsadalseggjar upp af Jökulfelli, þær eru úr
liparíti, þá Miðfeliseggjar þar norður af, á þeim er
einkennilega lagaður tindur, er 'heitir Þumall. Norð
vestan við Jökulfellsfjallgarðinn við Skeiðarárjökul
eru tindar, sem heita Færines; efst og vestast við
Færines kvað vera stórt jökullón, er líklega stendur
í einhverju sambandi við Skeiðará. Jafnhliða Jök-
ulfellsfjöllunum en austar er annar fjallgarður upp
j