Andvari - 01.01.1895, Blaðsíða 97
67
Hinn 5. ágúst fór eg frá Sandfelli að Hnappa-
völlum, og svo sömu leið úr Öræfum til baka. Iljá
Fagurhólsmýri skoðaði eg Blesaklett; fram af túninu
eru dólerít-klappir með þverlmýptum hömrum að
framan niður að sléttlendi, fremsta og hæsta snösin
á hömrunum fyrir neðan bæinn heitir Blesaklettur,
og eru þar á snösinni 2 grænar þúfur og 50 feta
þverhnýpt berg niður af; fyrrum hefir sjór líklega
náð upp að þessum klettum og brotið framan af þeim.
Þjóðsagan urn hestinn er bjargaðist á klettinum er
ekki sennileg, kletturinn er lægri en landið fyrir
ofan, svo hlaupið hefði lika farið yfir hann, ef það
annars hefir fióð yfir hálshryggina, sem eru lrér
upp af; mér þykir ólíklegt, að hlaup hafi nokkurn-
tíma farið yfir þetta svæði. Frá Hnappavöllum fór
eg yfir Breiðamerkursand; jökullinn hafði ekkert
breytzt, svo við komumst sömu leið klakklaust fyrir
uppvarp Jökulsár; frá Reynivöllum fór eg sömu leið
um Suðursveit og Mýrar sem fyrr, fengum við allt
af -bezta veður, en nokkuð svalara en á suðurleiðinni,
svo árnar voru nú minni. A austurleiðinni skoðaði
eg ýmislegt nánar af þvi, sem eg fyrr hefi lýst, og
fór meðal annars um Steinadal og í Kálfafellsdal
upp að jökli, þar er liparít nokkuð í fjallinu við
jökulsporðinn, og bera Steinavötn hnullunga af því
grjóti niður eptir, annars er basalt í fjöllunum í
kring, og halli töluverður á lögunum inn á við til
norðvesturs. I fjallinu milli Steinadals og Kálfafells-
dals (Staðarfjalli) er skógarkjarr töluvert í brekk-
unum, en mjög var ljótt að sjá skóginn, þvf hann
var allur visinn og gjörskemmdur af maðki, úði þar
allt og grúði af stórum möðkum með rauðan haus
og gulum rákum eptir endilöngum skrokknum, þar
var líka ótölulegur grúi af svörtum, minni og mjórri
5*