Andvari - 01.01.1895, Page 98
68
möðkum, er höfðu skemmt skógarblöðin og spunnið
þau saman. Maðkar þessir höfðu á stóru svæði
gjöreytt birki og bláberjalyngi, en víðir var minna
skemmdur. í Nesjunum dvaldi eg tvo daga og fór
svo út fyrir Horn á Papós; 11. ágúst fór eg frá
Hólum vanalegan veg að Almannaskarði og svo út
með fjallinu. Hæsti tindur fyrir utan skarðið er
hár og hvass og heitir Klifatindur, hann er úr blá-
grýti og haliast lögin inn, þar fyrir framan heitir
Kustanöf, Litla-Horn og Húsadalstindur fyrir ofan
Hornsbæ, í fjöllum þessum er liparít og gabbró.
Á Horni býr Eyjólfur Sigurðsson; þegar miklu skip-
skaðarnir urðu í marz 1873 veitti Eyjólfur 31 skip-
brotsmanni móttöku og hjúkraði þeim; fyrir þetta
mannkærleiksverk veitti franska stjórnin honum
heiðurspening úr gulli, og gaf honum bát og mjög
mikið af smlðatólum. Frá Horni fórum við Horns-
skriður undir Kamphorni; þar eru hrikaleg stand-
berg úr gabbró upp úr og klungróttar skriður neðan
til í hlíðinni; þar fyrir norðan tekur við Brunnhornið
með þremur hnúkum, og er það líka úr gabbró,
sem fyrr hefir verið frá sagt. Næsta dag fór eg
upp á Slaufrudal og Endalausadal og Eggert faktor
Benidiktsson og kona hans með mér. Inn undir Enda-
lausadal gengur gamall bogadreginn malarkambur
143 fet á hæð yfir sjó, og er lábarið grjót í mel-
unumíkring; sjórinn hefir um lok ísaldar legið yfir
öllu sléttlendi í Lóni og upp að dalamynnunum.
Beggja megin við op Endalausadals eru tveir hvít-
leitir toppmyndaðir hnúkar og austur af þeim er
stutt dalskora, er heitir Slaufrudalur; bæði í Enda-
lausadalstindunum og í fjallinu hægra megin við
Slaufrudal er stórgert lfparít, lfkt granlti, en blá-
grýti er ofan á og ganga greinar úr líparítinu upp