Andvari - 01.01.1895, Side 102
72
innan um eggjar og kamba, ljósið skrámir i auga
manns, er það kastast aptur frá hinum marglitu
íjallshlíðum og í fljótu bragði sýnist ófært, að ferð-
ast um slík klungur. Til þess að komast niður af
Kjarrdalsheiði niður að Jökulsá verður að fara út
mjóan rana milli Jökulsárgljúfursins og annars gljúf-
urs, endar raninn með kambi eggmjóum, sem kallað-
ur er Illikambur; hann er þverhnýptur að framan
og flug á báða vegu, vegurinn liggur þar niður í
bröttum sneiðingum, nýlega hafði verið gjört við
götuna, svo hún var vel fær, þó hún væri örðug
fyrir hestana. Þegar maður spölkorn frá lítur upp
til kambsins, sýnist hann ófær hverri skepnu. Fyrir
neðan Illakamb er göngumannakofi, er leitamenn úr
Lóni liggja við, þar i kring heflr áður verið mikill
skógur og hár, en hann er nú gjöreyddur. Kring-
um kofann, á grund hinum megin við næsta gil
stendur einmana hrfsla 4 álna há, en í kringum
hana er ekkert eptir nema fúasprek. Jökulsá er
hér efra mjög ströng og stórgrýtt og mjög opt ófær,
Víðidals-bændur hafa af eigin rammleik sett drátt á
ána og er það mjög lofsvert íyrirtæki; opt er áin
svo ill, að ekki er varlegt að reka hesta i hana,
jafnvel þó þeir séu hafðir á streng; straumharkan
er svo mikil, að áin fer yfir, ef hún nær kviði, og
þá er hestum ekki stætt í jafnmiklu stórgrýti er
hún rennur yfir. Frá Illakambi riðum við upp með
Jökulsá, kippkorn upp fyrir dráttinn, og fundum
þar á henni gott brot nokkru ofar en Lambatungnaá
fellur í hana; Jökulsá var fremur litil sökum þess,
að frost hafði verið um nóttina áður og gekk okk-
ur vel yfir hana; Lambatungnaá er ákaflega stór-
steinótt og ströng, en mikið vatnsminni en Jökulsá.
Frá Jökulsá fórum við upp Kollumúlann og heita