Andvari - 01.01.1895, Page 104
74
fjallið milli þessara skriðjökulstanga heitir Axarfell;
norðan við Lambatungnatind er slakki í aðaljökul-
inn og gengur þar niður skriðjökull, eru jöklarnir
við Axarfell neðstu armar þess jökuls; norðan við
þenna skriðjökul er hjarnbunga og norðvestan við
hana annar falljökull, sem gengur niður undir Geld-
ingafell sunnanvert og niður í botn Vesturdals; þar
heíir Jökulsá, sem fyrr var getið, upptök sín. Að
austanverðu takmarkast gljúfradalur Jökulsár af
Kollumúlanum og eru þar austan við ána, fyrir inn-
an Leiðartungur, kallaðir Stórusteinar og Trölla-
krókar; svæðið vestan ár milli Lambatungnaár og
Illakambs er kallað Viðirbrekka. Niður í Víðirdal-
inn er miklu skemmra niður af Kollumúlanum, því
sá dalur liggur töluvert hærra en Jökulsárgljúfrið;
liggur vegurinn þar um bratta hjalla niður að Víði-
dalsá, var orðið dimmt um kvöldið, er við komum
að Víðidalsbænum.
I ferðasögu minni um Austurland 1882 heíi eg
lýst ferð minni til Víðidals1, dalnum og landslagi í
í kring; er eg kom þar 1882 var þar engin byggð
síðan bæ Þorsteins Hinrikssonar tók af í snjóflóði.
Sigfús bóndi Jónsson á Hvannavöllum i Geithellna-
dal fylgdi mér í dalinn; hann flutti sig vorið eptir
(1883) búferlum í Viðirdal og hefir búið þar síðan2
með Jóni syni sínum. Landnám þeirra feðga er að
mörgu merkilegt og hafa þeir sýnt mikinn dugnað
og framtakssemi; hafa þeir átt við mikla örðugleika
að striða, aðdrættir allir eru mjög eríiðir, heyskap-
ur lítill og svo þurfti að gjöra allt af nýju, lms og
1) Andvari IX, bls. 65—70.
2) í Austra hinum eldri (1. árg. bls. 224—226, 231—33)
er fróðleg grein um Víðidal eptir Sigf'ús Jónsson.