Andvari - 01.01.1895, Síða 108
78
tómt stórgrýti og urðir. Upp af hinum eiginlega.
Víðidalsbotni er kölluð Múlaheiði; þar eru á etöku
stað mýrarver, en víðast þó klungur og urðir; þar
heitir enn Noi’ðlingavað á Víðidalsá eins og á Jök-
ulsá við Leiðartungur (sbr. Andvari 1883). Við rið-
um upp með Víðidalsá um eintómar urðir og stór-
grýti hinn versta veg og upp í »hraunin« upp af
Víðidalsdrögunum efstu; þar sem Víðidalsá fellur
niður af hálsþrepinu, er sameinar Hnútu og Kollu-
múla, er í henni foss, sem heitir Dynjandi; annar
foss í sömu á, rétt fyrir ofan Víðidalsbæinn, heitir
Beljandi. Upp Víðidalsdrögin segir vörðustrjáling-
ur nokkur dálítið til vegar; vörður þessar voru
byggðar í vor til leiðbeiningar fyrir þá, sem kynnu
að vilja ferðast fjallaleið úr Lóni til IJéraðs, en þeir
munu nú líklega ekki enn vera margir. Vegurinn
til Héraðs beygir norður á við nálægt efstu drögum
Víðidalsár, en við héldum til suðvesturs og stefndum
á Marköldu; þar eru eintómar horngrýtisurðir yfir
að fara og urðum við optast að teyma og selflytja
hestana þar sem verst var. Markálda er há og
viðáttumikil og ber einna hæst á henni hér á hraun-
unum; hún er 3063 fet yfir sjóarmáli; þaðan er ágæt
útsjón yfir urðaröldurnar, er þenja sig um hálendið
allt hér efra og sést ekkert annað en öldur og hrygg-
ir, hvergi tilbreyting og er landslagið bæði Ijótt og
sviplitið. I holurðum þessum eru því nær eintómir
blágrýtismolar, sumir hvasshyrndir, sprungnir í sund-
ur af áhrifuin frostsins; sumir hafa núizt á röndum
og orðið hnöttóttir, er jöklar til forna hafa gengið
yfir þetta svæði; harðar klappir standa víða upp úr
lausagrjótinu, og er blágrýti í þeim flestöllum,
líparít og móberg þó í nokkrum, þegar sunnar dreg-
ur, nær Geldingafelli. Frá Marköldu riðum við beina