Andvari - 01.01.1895, Page 111
81
fyrir neðan; þar var viða illt fyrir hestana, því urð
var undir, en mosi ofan á; þegar við fórum inn ept-
ir var allhvasst og kom á okkur töluvert fjúk af
•eintómri fifu, sem vex á eyrunum. Aðalkvíslir Jök-
ulsár koma úr króknum sunnan við Eyjabakkajök-
ulinn; þar uppi við jökul var straumur töluverður
og' möl í botninum; komumst við þar yfir á brotum
án þess nokkursstaðar að lenda í bleytu. Því næst
fórum við fram með rönd Eyjabakkajökuls um yztu
jökulöldurnar. Um haustið 1890 var óvanalega mik-
il hreifing í þessum jökli og hljóp hann þá töluvert
fram á graslendið og umliverfði öllu, sem næst var;
má cnn þá sjá þess mikil merki austan við Eyja-
fell; þar ægir öllu saman; mold og grassvörður hef-
ir blandazt saman við ís og aur, leir og möl í jök-
ulöldunum og er það allt í einum sambreyskingi.
Malarhólarnir við jökulröndina eru sumir toppmynd-
aðir, 20—30 fet á liæð, en hinir hæstu 60—70, þar
fyrir utan eru lægri liryggir úr möl og moldu,
hvergi er eiginlegt stórgrýti, en ís alstaðar innan í.
Fyrir framan hinar eiginlegu jökulöldur eru glögg
inerki þess, hve þrýstingurinn hefir verið afarmikill;
jarðvegurinn liefir fyrir þunga jökulsins vafizt upp
í hringstykki bylgjumynduð, er fylgja jöklinum, og
lækka jarðvegsbylgjurnar eptir því sem fjær dreg-
ur jökulröndinni; næst hefir svörðurinn vafizt upp
eins og risavaxnar pönnukökur og er sandur og möl
innan í; þessir uppvöfðu jarðvegsdrönglar eru allir
grasi vaxnir og alstaðar er kafgresi í mitt læri af
stör og rauðbreyskingi alveg að jökulröndinni. Hátt
upp um allar jökulöldur innan um ísinn, mölina og
leirinn eru stórir moldarhnausar fjölda margir, og vex
líka gras út úr þeim. Um eyrarnar hér niður af
væru endalausar slægjur, ef hægt væri að nota þær.
C