Andvari - 01.01.1895, Blaðsíða 118
88
ar. ísland hefði verið sjálfstætt þjóðveldi nær 400‘
ár og siðan frjálst sambandsland Noregs og Dan-
merkur samkvæmt þar um gjörðum sáttmálum og
skýlausuni vitnisburði sögunnar. Hitt var allt ann-
að mál, þótt útlend stjórn hefði um stundarsakir og
í lagaleysi hrifsað nndir sig yfirráð íslenzkra stjórn-
mála. Þótt þessu yrði ekki með rökum neitað af
hálfu stjórnarinnar, vildi hún þó keyra íslendinga
undir dönsku grundvallarlögin, er út voru gefin, er
Danakonungur afsalaði sér einveldinu 1848. En
sem betur fór varð þessum tilraunum ekki fram-
gengt. Arið 1871 virtist og stjórnin sjálf vera horf-
in frá því, að innlirna Island aJgerlega í danska
ríkið, þá sendi hún hingað hin alkunnu stöðulög,
sein, hvað sem annars má um þau segja, voru þess
•ljóst vitni, að grundvallarlögin dönsku ættu fram-
vegis ekki að gilda fyrir Island. Sama yfirlýsing
felst og í stjórnarskránni sjálfri, er konungur gaf 3
ái'um síðar. I stjórnarlögum þessum er það skýrt
tekið fram, að ísland hafi sérstök landsréttindi og i
1. gr. stjórnarskrárinnar er kveðið svo að orði: »f
öllum þeim málum, sem samkvæmt lögura um hina
stjórnarlegu stöðu íslands í ríkinu 2. jan. 1871 3.
gr. varða ísland sérstaklega, ltefur landið löggjöf
sína og stjórn út af fyrir sig«. Þar er því með ber-
um orðum sagt, að ísland hafi sérstök landsréttindi,
sérstök landsmál og löggjöf og stórn út af fyrir sig
í þessum málum. Stjórniu sjálf virðist með þessum
stjórnskipulegu ákvæðum að hafa svo rækilega
kveðið niður þann draug, að dönsku grundvallar-
lögin væri gildandi hér á landi, að enginn gat vænt
hana þeirrar fásinnu að reyna nokkurn tíma til að
velcja hann upp aptur. Þetta töldu lika allir hinn
mesta og besta lcost á stjórnarskránni.