Andvari - 01.01.1895, Page 121
91
Á þennan hátt voru því íslensk löggjafar- og
landsstjórnarmál algerlega losuð undan yfirráðum
dönsku stjórnarinnar og fengin i hendur alþingi og
■sérstökum ráðgjafa öllum óháðum, nema konungi
■og alþingi, og með stjórnskipulegri ábyrgð. Þetta
var í fullu samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar
og einka-skilyrði fyrir þvi, að hún gæti komið Is-
lendingum að nokkrum verulegum notum. Ef svona
íhefði verið að farið, er því næsta liklegt, að þing
og stjórn hefðu getað orðið samtaka í þvf, að bæta
úr göllum stjórnarskrárinnar, að svo miklu leyti,
sem auðið var með góðri og lipurri samvinnu. Á
'þennan hátt gat stjórnarskráin komið oss að góðu
Iialdi og sjálfsforræði það, er hún veitti oss, þróast
og dafnað og þjóðin þannig smásaman iosast úr
'þeim ófrelsis- og ómennsku læðingi, er á henni hafði
legið um margar aldir. Allt var undir þvi komið,
hvernig stjórnarskránni yrði beitt í framkvæmdinni.
Með þjóðlegri og frjálslegri stjórn, er hafði gagn og
framfarir landsins fyrir augum sér i hvivetna, og
ekki stóð undir neinum útlendum áhrifum, gat stjórn-
arskráin orðið sannarleg »frelsiskrá« Islandi tiL
sannrar blessunar og því næsta ólíklegt, að þjóðin
vildi bráðlega leggja út í nýja og kostnaðarsama
baráttu til að fá fyllri trygging fyrir réttindum sin-
um. Það mátti ætlast til þess, að danska stjórnin
liti á málið frá þessu sjónarmiði. Hún hafði tekið
það sterklega fram, að með þessari stjórnarskrá
v-æri stjórnarskipunarmál íslands algerlega til lykta
leitt, og því var henni sizt ætlandi, að kveikja nýj-
an ágreining og óánægju hjá íslendingum með þessi
stjórnarlög, ef henni annars þótti nokkurs um vert,
að stjórn íslands færi í nokkru lagi. Hún mátti vita
-að sérhver tilraun af hennar hálfu að rýra það