Andvari - 01.01.1895, Page 122
92
vald, sem Islendingar höfðu með stjórnarskránni
fengið yfir sínum eigin málum, myndi verða til þess
að vekja fornar væringar og ýfa þau sár er ekki
vmru gróin eptir margra alda eymd og áþján. Þetta
myndi hver stjórn, er bar nokkra virðing fyrir þjóð-
erni voru og þjóðróttindum hafa athugað vel. Is-
Jendinpar höfðu fengið noklira viðurkenning þjóð-
réttinda sinna með sjórnarskránni, en þessi viður-
kenning var af skornum skamti, og því vandfarnara
með hana. Það mátti gjöra stjórnarskrána vel við-
unandi, en það mátti líka gjöra hana alveg óhaf-
andi með því að beita henni ófrjálslega og teygja
ákvæði hennar í þá átt, sem löggjöf og landstjórn
Islands hafði gengið i um undanfarnar aldir. — Vér
munum nú athuga, hvor leiðin hefur verið farin
þessi 20 ár.
Hin fyrsta stjórnarathöfn til framkvæmdar
stjórnarskránni var skipun ráðherrans fyrir Isiand.
En hér fór þegar nolílcuð öðru vísi en við mátti bú-
ast. I stað þess að skipa sérstakan mann ráðgjafa
íslensku málanna, var dómsmálaráðgjafinn danski
nefndur til þess að vera ráðherra Islands.1 I stað
þess að greina hin sérstöku mál Islands alveg frá
öðrum ríkismálum, voru þau eptir sem áður látin
ganga í gegnum hendur hins danska rildsráðs; þar
átti þessi svonefndi ráðgjafi Islands að eiga sæti og
fjalla þar ásamt hinum ráðgjöfum ríkisins um mál
Islands. Þessi ráðstöfun fór bersýnilega þvert ofan
i fyrirmæli stjórnarskrárinnar. Ákvæði 1. gr. henn-
ar um að Island skuli hafa löggjöf sína og stjórn
út af fvrir sig, getur enginn heilvita maður skilið
Öðru vísi, en að öll löggjöf og landstjórn á Islandí
1) Allrahæstur úrsk irður 16. júlí 1874, Stjórnart.. 1874,
A. bls. 1.