Andvari - 01.01.1895, Page 123
93
skuli eptir að stjórnarskráin er komin í gildi und-
anskilin öllum at'skiptum og yflrráðum hinnar dönsku
ríkisstjórnar, það er kemur til hinna sérstöku mála
íslands. 2. gr. stjórnarskrárinnar ákveður, að kon-
ungur láti ráðherrann fyrir ísland framkvæma hið
æðsta vald í öllum hinum sérstöku málum. Þessi
ákvæði verða heldur ekki skilin öðru vísi en, að
ráðgjafí íslands, hann og enginn annar, eigi að hafa
á hendi æðstu stjórn allra íslenskra mála. Eu livað
verður nú úr þessuin aðal sjálfstjórnaratriðum stjórn-
arskrárinnar með þessari aðferð? Hégóminn ein-
ber. Hin síðustu úrslit allra löggjafarmála vorra
eru eptir þessu ekki á valdi ráðgjafans fyrir Island,
heldur dönsku ráðgjafanna eða liins danska ríkis-
ráðs. Jafn þýðingariaus verða ábyrgðarákvæði
stjórnarskrárinnar. Sem ráðgjafl Islands getur hann
naumast borið nokkra ábyrgð fyrir ríkisþinginu, en
ábyrgð hans gagnvart alþingi verður næsta svipuð.
Hann er einn ai 8 eða 9 ráðlierrum í ríkisráðinu,
þar ræður afi atkvæða úrslitum; engin trygging er
því fyrir því. að ráðgjafl íslands ráði þar nokkru
sem slíkur. Um íslenzk mál fer þar eptir því, sern
meiri lilutinn lítur á þau, og úrslit þeirra geta hæg-
lega orðið þvert á móti vilja og tillögum þessa ís-
lenzka ráðgjafa. Að vísu er það ofurlíklegt að
dómsmálaráðgjafinn danski líti sem optast á mál ís-
lands frá sama sjónarmiði og embættisbræður hans,
hinir ráðherrarnir; miklum áhuga, og þvi síður mik-
illi þekkingu á högum Islands og þörfum, er ekki
til að dreifa á þeim fundi, er ríkisráð Dana nefnist.
En sannarlega horfir það öfugt við, ef ráðgjafl Is-
lands ætti að bera ábyrgð fyrir alþingi Islendinga
fyrir það, sem ríkisráðið danska gjörir.
En danska stjórnin lét ekki hér við sitja með