Andvari - 01.01.1895, Page 128
98
ljós í sumum atvinnumálum vorum, hagsmunir sam-
þegna vorra í Danmörku hafa opt ráðið því, hver
úrslit þau mál fengu hjá stjórninni, þótt vilji þings
og þjóðar hafi með því verið að vettugi virtur.
Þessu til sönnunar þarf ekki annað en benda
á, hvernig danska stjórnin hefur notað synjunar-
valdið til að ónýta hvað eptir annað hin mestu á-
hugamál þings og þjóðar og eyðileggja þannig árang-
urinn af löggjafarstarfi þingsins landinu tii óbætan-
legs tjóns bæði beinlínis og óbeinlínis. Það er nógu
fróðlegt, þótt ekki sé það skemmtilegt, að sjá, hver
og hve mörg af lögum alþingis, síðan það fékk lög-
gjafarvald, hafa farið út fyrir pollinn tii þess að f'á
þar náttstað undir lagasynjunarsvipu dönsku stjórn-
arinnar; skulu liér því nefnd lög þau, er synjað hef-
ur verið staðfestingar síðan 1874.
Frá þinginu 1875:
1. Lög um útrýming hins sunnlenzka fjárkláða.
Frá þinginu 1877:
2. Lög um fiskveiðar þegna Dana konungs þeirra,,
er eigi eru búsettir á íslandi.
3. Lög um réttindi liériendra kaupmanna.
4. Lög um einkarétt.
Frá þinginu 1879:
5. Lög um smáskammtalækningar.
6. Lög um stofnun lagaskóla.
7. Lög um eptirlaun prestsekkna.
8. Lög um brúargjörð á Þjórsá og Ölvesá.
Frá þinginu 1881:
9. Lög um bæjarstjórn á Akureyri.
10. Lög um iækningar þeirra manna, er eigi hafá
tekið próf í læknisfræði.
11. Lög um kosning presta.
12. Lög um samþykkt á landsreikn. 1878—1879,.