Andvari - 01.01.1895, Blaðsíða 138
108
nauðsynjamál þjóðariunar undir meðferð þingsins.
Stjórnin stendur. og miklu betur að vígi i þessu efng
en þingið. Hún befur langtum meiri tíma og betra
næði en þingið til þess að skoða málin frá öllum
bliðum, hún þekkir betur lög landsins, réttarfar og
lögvenjur en hver óvalinn þingmaður og er að þvi
leyti færari um að semja lög, er samsvari þörfum
og hugsunarhætti þjóðarinnar bæði að formi og
efni. Auk þessa á hún hægra með að safna öllum
nauðsynlegum skýrslum málunum til upplýsingar.
Yér tölum auðvitað um þá stjórn, sem þekkir þá
þjóð og það land, sem hún á að stjórna. Á Eng-
landi, þar sem þingræði er lengst á veg komið, er
það stjórnin, sem á frumkvæðið til fiestra stórmála
á þingi, þingið ræðir tillögur stjórnarinnar og ann-
aðhvort samþykkir þær eða fellir, og verði stjórnin
í minni hluta í slíkum málum í neðri málstofunni,.
verður hún að leggja niður völdin. Vilji þjóðarinn-
ar verður að ráða. Þar getur ekki sú stjórn setið
að völdum árum saman, sem er andvíg öll.um hin-
um mestu áhugamálum þjóðarinnar. Það er og eðli-
legt, að sú stjórn, sem ber ábyrgð gjörða sinna
gagnvart löggjafarvaldinu, káppkosti að sýna rögg-
semi og lipurð í samvinnu sinni við þingið, og
veigri sér við, að standa sem þröskuldur í vegi fyr-
ir framsókn þjóðarinnar. Sé hluttaka dönsku stjórn-
arinnar í' löggjöf vorri skoðuð frá þessu sjónarmiði,
þá verður líkt upp á teningnum ogáður. Auk fjár-
lagafrumvarpsins, sem stjórnin samkvæmt stjórnar-
skránni er skyldug til að leggja fyrir þingið, hefur
stjórnin að visu lagt allmörg frumvörp fyrir þingið
og sum eigi ómerkileg, enda væri það annaðhvort f.
20 ár, en ærið mörg af frumvörpum hennar liafa.
verið smámál ein og n’æsta þýðingarlítil. Apturhafa