Andvari - 01.01.1895, Síða 140
110
framfara eða til að hefja þjóð vora á hærra stig £
menningarlegu eða efnalegu tilliti. Það getur í sum
um tilfellum verið nógu gott, að hafa langa laga-
bálka um aðíör, um skaðabætur fyrir gætsluvarðhald,.
um iðnaðarnám, um gjaldþrotaskipti o. sv. frv., en
bráðnauðsynleg voru lög þess ekki, enda víst eng-
inn um þau beðið, ogþakklátlegar hefðum vér tekið*
á móti lögum um stofnun lagaskóla, um afnám amt-
mannaembættanna, um ábyrgð ráðgjafans fyrir ís-
land, um afnám dómsvalds hæstaréttar, og um end-
urskoðun stjórnarskrárinnar.
Hin merkustu lög, sem út hafa komið í þcssi
20 ár, hafa fiest í fyrstu komið beinlínis eða óbein-
línis frá þingmannabekkjunum. Má þar til nefna
skattalögin, tíundarlögin, tolllögin, prestakallalöginy
prestakosningarlögin, bankalögin, lausamannalögin
og vegalögin. Til allra þessara laga hefur þingið
átt upptökin. Sutn þeirra hafa verið borin upp af
þingmönnum og samþykkt af þinginu og hefur
stjórnin synjað sumurn þeirra staðfestingar í fyrstu,.
en síðan sjálf tekið þau til íiutnings. Sum þeirra,
hafa orðið þannig til, að þingið hefur skorað á stjórn-
ina að setja milliþinganefndir til að semja frumvörp til'
þeirra (skattalögin og prestakallalögin), og leggja
fyrir þingið.
Það sem stjórnin einkum virtist gjöra sér far
um strax eptir að stjórnarskráin var komin í gildir
og fjárhagur Islands skilinn frá Danmörku, var að'
koma fastri skipun á laun íslenskra embættismanna,
og hækka þau að miklum mun. Hún lagði þvi fyrir
fyrsta löggjafarþingið frumvarp til almennra launa-
laga, er þingið þegar samþykkti, en launalög1 þessi
J) Lög 15. október um laun islenzkra embættismanna.