Andvari - 01.01.1895, Side 142
112
upptökin að; reyndar má hér nefna skiptalögin og
strandlögin, sem eru að mestu þýðingar danskra
lagaboða, en voru allþörf nýmæli. Sama er að
segja um víxillögin. —
Eitt hið mesta velferðarmál vort, sem jafnan
hlýtur að vera efst á dagskrá þings og þjóðar, er
samgöngumálið. Síðan 1874 hefur þjóðin með hverju
árinu sannfærzt betur og betur um það, að góðar
og greiðar samgöngur bæði innanlands og við útlönd,
eru eitt af aðal-skilyrðunum fyrir andlegum og lík-
amlegum framförum hennar. Þessu mun nú stjórnin
að vísu samsinna í 'orði, en ekki getum vér hrósað
henni mikið fyrir dugnað eða umhyggjusemi fyrir
velferð íslands í þessu máli. — Eins og kunnugt er,
hefur þingið veitt árlega töluvert fé til að halda
uppi gufuskipsferðum umhverfis strendur landsins
og til útlanda. Ferðir þessar hefur hið danska sam-
einaða gufuskipafélag haft á hendi síðan 1874. En
mestallan þennan tíma hafa landsmenn verið sár-
óánægðir með tilhögunina áferðum þessum og viljað
fá þeim breytt eptir vaxandi flutuingaþörf þjóðar-
innar. Alþingi hefur því hvað eptir annað farið
fram á ýmsar breytingar og tjáð sig jafnframt íust
til aukinna fjárframlaga, en tillögum þess hefur opt
verið næsta lítill gaumur gefinn af stjórninni. Það
hefur litið svo út, sem ekki væri i annað hús að
venda fyrir landsstjórniuni, en til þessa eina félags,
það, sem það hefur þóttst geta látið að mörkum,
hefur hún jafnan iátið sér lynda, hve lítið sern ósk-
um vorum hefur verið sinnt. Arangurinn af tilraun-
um þingsins, að fá samgöngum vorum á sjó kippt
í betra horf, hefur því enn orðið sárlftill, og hin
síðustti ár hefur þeim heldur hnignað en íarið fram,
þrátt fyrir það, þótt alþingi hafi viljað leggja til