Andvari - 01.01.1895, Page 147
117
landsreikning-nurn fyrir árin 1884 og 1885 (Alþt. 1886
C. bls. 86—87).
Þessari áskorun svaraði ráðgjafinn með brjefi
11. júní 1887. Hélt hann því fram, að peningatjón
þetta væri hvorki að kenna eptirlitsleysi hlutaðeig-
andi landshöfðingja né amtmanns, og því sízt ráð-
gjafans fyrir Island og því gæti hann ekki gjört
neitt út af þessari áskorun (Stjórnartíð. 1887 B. bls.
79—80). Alþingi gat ekki gjört sig ánægt með
þetta snubbótta svar, vildi það halda, að landssjóð-
ur myndi ekki hafa orðið fyrir slíku fjártjóni, ef all-
ir yfirboðarar Fensmarks hefðu rækt vel yfirlits-
skyldu sína. Á tímabili því, er Fensmark sat í em-
bætti, höfðu verið tveir landshöfðingjar, voru þeir
báðir dánir, er þetta gjörðist.
Alþingi 1887 ályktaði að höfða mál gegn ráð-
gjafa Islands, til þess að fá hann með dómi skyld-
aðan til að greiða eptirstöðvarnar af skuld Fens-
marks (Alþt. 1887 C. bls. 473); fól það forseta neðri
deildar að útvega málaflutningsmann til að flytja
mál þetta og var fenginn hæstaréttarmálaflutnings-
maður Octavíus Hansen. Á þinginu 1889 lagði mað-
ur þessi fram skýrslu um álit sitt á málinu. Skýrsla
þessi er allmerkileg og setjum vjer hjer orðrjettan
kafla úr henni:
»Samkvæmt 3. gr. stjórnarskrárinnar samanbor-
mni við 2. gr. í ákvörðunum um stundarsakir verð-
ur víst að ætla, að alþingi yfir höfuð að tala liafi
ákærurjett gegn ráðgjafanum að eins þegar um af-
brigði eða brot d stjórnarslcránni er að rœða. Ákvæði
hinnar íslenzku stjórnarskrár eru önnur 1 þessu efni
en i grundvallarlögum Dana, og að líkindum i stjórn-
arskipunarlögum fiestra annara landa, þau ákvæði,
sem sé, að þingið (eða önnur deild þess), geti ákært