Andvari - 01.01.1895, Page 168
Fáein orð um fisMveiðár vorar
Eptir
Bjarna Sæmundsson, cand. mag.
Svo virðist vera komið, að alþýða manna hjer
á landi sje farin að opna augun fyrir því, hverja
þýðingu haflð í kringum Island og íbúar þess geti
haft fyrir landið. Fyrst og fremst eigum vjer hafinu
að þakka, að landið er b5’’ggilegt, og ekki algjörlega
þakið snjó og ís, líkt og Grænland. Þetta hafa
menn vitað lengi. Menn hafa einnig um langan
aldur vitað, að hafið umhveríis landið er mjög auð-
ugt af dýrum, æðri og lægri. Lægri dýrunum hefur
ekki vérið mikill gaumur gefinn, að undapteknum
nokkrum skeljategundum og sandmaðkinum, sem
lengi hafa verið notuð til beitu. En því meiri gaum-
ur hefur eðlilega verið gefinn hinum æðri dýrum,
hvölum, selum og fiskunum sjerstaklega. Iíin óæðri
eða lægri sjávardýr hafa einnig sína-miklu þýðingu,
því það eru þau, sem eru eitt af aðal-skilyrðunum
fyrir þvi, að við Island lifir svo mikið af fiski ýmis
konar, að grynningarnar við Island mega teljast
með beztu fiskimiðum heimsins. Þess vegna hafa
líka fiskiveiðar verið stundaðar hjer, síðan landið
byggðist, af landsmönnum sjálfum og á seinni öldum
einnig af mörgum útlendingum. —Þar sem fiskiveiðar